„Erum eiginlega jafn hrærðir og heimalagað skyr með bláberjum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 16:32 Geir Gunnar og Einar eru ungir og efnilegir veitingamenn. Aðsend Félagarnir og matreiðslumennirnir, Geir Gunnar Geirsson og Einar Sigurður Eiríksson, halda úti Instagram-síðunni Bara matur. Þar deila þeir einföldum og girnilegum uppskriftum. Þrátt fyrir ungan aldur búa þeir að töluverðri reynslu. Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) Matur Uppskriftir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur)
Matur Uppskriftir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira