„Erum eiginlega jafn hrærðir og heimalagað skyr með bláberjum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 16:32 Geir Gunnar og Einar eru ungir og efnilegir veitingamenn. Aðsend Félagarnir og matreiðslumennirnir, Geir Gunnar Geirsson og Einar Sigurður Eiríksson, halda úti Instagram-síðunni Bara matur. Þar deila þeir einföldum og girnilegum uppskriftum. Þrátt fyrir ungan aldur búa þeir að töluverðri reynslu. Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) Matur Uppskriftir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur)
Matur Uppskriftir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira