Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:16 Sigríður Hrund segir að fólk þurfi að breyta skoðun sinni á hugmyndinni um þjáninguna. aðsend Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“