Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins miði vel áfram.
Hann segir ekki tímabært að greina frá því hver grunuð aðild hvers og eins þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi er að málinu. Það sé það sem helst er til rannsóknar á þessum tímapunkti. Þá kveðst hann ekkert geta gefið upp um það hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu skotvopni hafi verið beitt í árásinni.
Grunur um að seinni atvik tengist árásinni
Þá segir hann að lögreglan hafi til rannsóknar atvik sem orðið hafa frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. „Þetta eru örfá tilvik og ekki mjög alvarleg,“ segir hann.