Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:54 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“ Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56