Þegar kynnt aðgerðir
Bankinn hafði þegar tilkynnt að það að fresta afborgunum á húsnæðislánum í sex mánuði stæði Grindvíkingum til boða.
„Síðastliðinn mánudag kynntum við það úrræði að allir viðskiptavinir í Grindavík geta frestað afborgunum af íbúðalánunum sínum í sex mánuði. Um er að ræða hefðbundna frestun, þ.e. viðskiptavinir borga ekkert af lánunum en frestaðar greiðslur af vöxtum/verðbótum bætast við lánið. Vextir og verðbætur bera þó ekki vexti fyrr en 12 mánuðum eftir að afborgunum er frestað.“
„Við vitum fullvel að frestun á afborgunum er ekki lausnin“
Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa sitið undir mikilli gagnrýni fyrir viðbrögð sín við ástandinu í Grindavík.
„Við vitum fullvel að frestun á afborgunum er ekki lausnin á öllum þeim fjárhagslegu áskorunum sem Grindvíkingar standa frammi fyrir. Frestun afborgana er á hinn bóginn úrræði sem getur létt á fjárhagnum til skamms tíma og veitt fjárhagslegt svigrúm, sem getur verið gott á þessum óvissutímum.“