„Hún þekkti myrkustu hliðar sjúkdómsins“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. nóvember 2023 07:06 Eva Berglind Tulinius greindist með þriðja stigs krabbamein en hún var þá komin 16 vikur á leið með seinna barn sitt. aðsend Eva Berglind Tulinius var þrítug þegar hún greindist með þriðja stigs krabbamein, þá komin 16 vikur á leið með sitt annað barn. Fyrir átti parið son á fjórða aldursári. „Eva Berglind var allra mesta fjölskyldumanneskja sem við þekktum. Hún lifði fyrir fjölskylduna sína og börnin sín. Það er svo skelfilegt að hugsa til fólksins hennar sem situr eftir í sorg,“ segir Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ein af nánustu vinkonum Evu Berglindar. Eva Berglind fór í gegnum meðgönguna samhliða krabbameinslyfjagjöf.aðsend Viku eftir að krabbameinsgreiningin lá fyrir var Eva Berglind send í kröftuga lyfjameðferð. Sú staðreynd að Eva Berglind hafi verið komin yfir 16 vikur þegar hún fann æxlið í brjóstinu varð til þess að hún gat hafið krabbameinsmeðferð á meðgöngu. Konur sem greinast fyrir þann tíma þurfa í flestum tilfellum að fresta meðferð eða framkvæma fósturlát. Sjálf var Eva Berglind ekki með Bracca-genið og engin fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein í hennar ætt. Einungis fjórar vikur liðu frá því lyfjameðferðinni lauk og þangað til litla dóttirin fæddist þann 19. nóvember 2020 eftir 35 vikna meðgöngu. Eva Berglind var að sögn samstarfs og vinkvenna sinna einstök í starfi sínu sem ljósmóðir.aðsend Barnið var tekið með keisaraskurði og í sömu aðgerð var framkvæmt brjóstnám. Eva Berglind var vakandi í keisaraskurðinum og fékk barnið á brjóstkassann meðan hún var saumuð saman en var síðan svæfð fyrir aðgerðina á brjóstnáminu. Rétt eins og flest börn sem fæðast fyrir tímann þurfti Sóley Eva stuðning í fyrstu, en lungu hennar voru til að mynda óþroskuð. Eftir aðgerðina og ferlinu sem fylgdi í kjölfarið nutu mæðgurnar fæðingarorlofsins í tíu mánuði og auka tíu daga sem þær fengu í framlengingu vegna tímans sem dóttirin þurfti að dvelja á vökudeild. Hún var fædd í starfið Óttinn um að krabbameinið tæki sig upp aftur var þó aldrei langt undan en Eva Berglind starfaði sem ljósmóðir áður en hún veiktist. Hún þekkti því í gegnum hjúkrunarfræðina allar myrkustu hliðar sjúkdómsins. Í maí árið 2022 kom reiðislagið. Meinið hafi tekið sig upp að nýju. Eva Berglind dó þann 13. ágúst á síðasta ári. Ella Björg Rögnvaldsdóttir og Arndís Pétursdóttir unnu náið með Evu Berglindi. „Við kynntumst Evu Berglindi fyrst þegar hún kom inn á deildina okkar, Meðgöngu - og sængurlegudeildina, sem ljósmæðranemi." Hún var einstök, með dásamlegt ljósmæðrahjarta frá upphafi, hlý og natin, sinnti starfi sínu af einstakri list. Það sást langar leiðir að hún var fædd í starf ljósmóður. Eva Berglind í starfi sínu við Landsspítalann.aðsend Titillinn fór henni svo einstaklega vel. Hún var líka einstök vinkona. Í gegnum allt hennar ferli vissi hún samt alltaf hvað var í gangi hjá vinkonum hennar og studdi alla í kringum sig í þeirra lífsverkefnum nánast fram á síðasta dag í sínu risastóra og erfiða verkefni.“ Hlakkaði til að snúa aftur til vinnu Að sögn Ellu og Arndísar var vinkona þeirra með einstaklega hlýja nærveru. „Við vorum öll svo viss um að hún myndi hafa betur eftir að hafa farið í gegnum fyrstu krabbameinsmeðferðina. Þrátt fyrir að hafa verið logandi hrædd um að greinast aftur var hún farin að verða öll miklu rólegri og hlakkaði til að koma aftur að vinna með okkur. Hún var dugleg að kíkja í heimsókn til okkar á deildina. Svo kom skellurinn og hún greindist aftur. Þá liðu ekki nema þrír mánuðir þangað til hún var dáin.“ Eva Berglind með börnum sínum, en þau eru fædd árið 2016 og 2020.aðsend Okkur finnst mikilvægt að halda heiðri og minningu yndislegrar ljósmóður á lofti og hafa hana á þann hátt áfram með okkur á deildinni. Í samvinnu við Líf styrktarfélag og með leyfi frá aðstandendum hennar ákváðum við að hefja söfnun til styrktar Líf í nafni Evu Berglindar. Fyrir söfnunarféið verður útbúin stofa á Meðgöngu- og sængurlegudeildinni á Landspítalanum sem áður var vinnustaður Evu, sem verður merkt Evu stofa, máluð í Evu lit og hlutir sem minna á Evu okkar munu prýða stofuna. Einnig verður keypt göngugrind sem notuð verður fyrir konur sem þurfa á því að halda í legu sinni á deildinni. Stefnan er að opna stofuna á afmælisdegi Evu þann 9. febrúar 2024 en þá hefði hún orðið 34 ára.“ Fyrir þá sem vilja taka þátt í söfnunni er reikningsnúmerið 515-14-411000 og kennitalan 501209-1040. Til þess að söfnunarféð rati á réttan stað er mikilvægt að setja nafn Evu Berglindar inn í skýringar. Krabbamein Helgarviðtal Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Eva Berglind var allra mesta fjölskyldumanneskja sem við þekktum. Hún lifði fyrir fjölskylduna sína og börnin sín. Það er svo skelfilegt að hugsa til fólksins hennar sem situr eftir í sorg,“ segir Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ein af nánustu vinkonum Evu Berglindar. Eva Berglind fór í gegnum meðgönguna samhliða krabbameinslyfjagjöf.aðsend Viku eftir að krabbameinsgreiningin lá fyrir var Eva Berglind send í kröftuga lyfjameðferð. Sú staðreynd að Eva Berglind hafi verið komin yfir 16 vikur þegar hún fann æxlið í brjóstinu varð til þess að hún gat hafið krabbameinsmeðferð á meðgöngu. Konur sem greinast fyrir þann tíma þurfa í flestum tilfellum að fresta meðferð eða framkvæma fósturlát. Sjálf var Eva Berglind ekki með Bracca-genið og engin fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein í hennar ætt. Einungis fjórar vikur liðu frá því lyfjameðferðinni lauk og þangað til litla dóttirin fæddist þann 19. nóvember 2020 eftir 35 vikna meðgöngu. Eva Berglind var að sögn samstarfs og vinkvenna sinna einstök í starfi sínu sem ljósmóðir.aðsend Barnið var tekið með keisaraskurði og í sömu aðgerð var framkvæmt brjóstnám. Eva Berglind var vakandi í keisaraskurðinum og fékk barnið á brjóstkassann meðan hún var saumuð saman en var síðan svæfð fyrir aðgerðina á brjóstnáminu. Rétt eins og flest börn sem fæðast fyrir tímann þurfti Sóley Eva stuðning í fyrstu, en lungu hennar voru til að mynda óþroskuð. Eftir aðgerðina og ferlinu sem fylgdi í kjölfarið nutu mæðgurnar fæðingarorlofsins í tíu mánuði og auka tíu daga sem þær fengu í framlengingu vegna tímans sem dóttirin þurfti að dvelja á vökudeild. Hún var fædd í starfið Óttinn um að krabbameinið tæki sig upp aftur var þó aldrei langt undan en Eva Berglind starfaði sem ljósmóðir áður en hún veiktist. Hún þekkti því í gegnum hjúkrunarfræðina allar myrkustu hliðar sjúkdómsins. Í maí árið 2022 kom reiðislagið. Meinið hafi tekið sig upp að nýju. Eva Berglind dó þann 13. ágúst á síðasta ári. Ella Björg Rögnvaldsdóttir og Arndís Pétursdóttir unnu náið með Evu Berglindi. „Við kynntumst Evu Berglindi fyrst þegar hún kom inn á deildina okkar, Meðgöngu - og sængurlegudeildina, sem ljósmæðranemi." Hún var einstök, með dásamlegt ljósmæðrahjarta frá upphafi, hlý og natin, sinnti starfi sínu af einstakri list. Það sást langar leiðir að hún var fædd í starf ljósmóður. Eva Berglind í starfi sínu við Landsspítalann.aðsend Titillinn fór henni svo einstaklega vel. Hún var líka einstök vinkona. Í gegnum allt hennar ferli vissi hún samt alltaf hvað var í gangi hjá vinkonum hennar og studdi alla í kringum sig í þeirra lífsverkefnum nánast fram á síðasta dag í sínu risastóra og erfiða verkefni.“ Hlakkaði til að snúa aftur til vinnu Að sögn Ellu og Arndísar var vinkona þeirra með einstaklega hlýja nærveru. „Við vorum öll svo viss um að hún myndi hafa betur eftir að hafa farið í gegnum fyrstu krabbameinsmeðferðina. Þrátt fyrir að hafa verið logandi hrædd um að greinast aftur var hún farin að verða öll miklu rólegri og hlakkaði til að koma aftur að vinna með okkur. Hún var dugleg að kíkja í heimsókn til okkar á deildina. Svo kom skellurinn og hún greindist aftur. Þá liðu ekki nema þrír mánuðir þangað til hún var dáin.“ Eva Berglind með börnum sínum, en þau eru fædd árið 2016 og 2020.aðsend Okkur finnst mikilvægt að halda heiðri og minningu yndislegrar ljósmóður á lofti og hafa hana á þann hátt áfram með okkur á deildinni. Í samvinnu við Líf styrktarfélag og með leyfi frá aðstandendum hennar ákváðum við að hefja söfnun til styrktar Líf í nafni Evu Berglindar. Fyrir söfnunarféið verður útbúin stofa á Meðgöngu- og sængurlegudeildinni á Landspítalanum sem áður var vinnustaður Evu, sem verður merkt Evu stofa, máluð í Evu lit og hlutir sem minna á Evu okkar munu prýða stofuna. Einnig verður keypt göngugrind sem notuð verður fyrir konur sem þurfa á því að halda í legu sinni á deildinni. Stefnan er að opna stofuna á afmælisdegi Evu þann 9. febrúar 2024 en þá hefði hún orðið 34 ára.“ Fyrir þá sem vilja taka þátt í söfnunni er reikningsnúmerið 515-14-411000 og kennitalan 501209-1040. Til þess að söfnunarféð rati á réttan stað er mikilvægt að setja nafn Evu Berglindar inn í skýringar.
Krabbamein Helgarviðtal Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira