Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 11:47 Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið. Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið.
Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði