Hvað vilja Grindvíkingar? Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 21. nóvember 2023 12:29 Sigurður Ingi Jóhannsson stýrði ríkisstjórnarfundi í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er veik og Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem staddur er erlendis. Vísir/vilhelm Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. Fundur ríkisstjórnar í morgun sneri fyrst og fremst að stöðunni á Reykjanesi og húsnæðisvanda Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fyrsta fasann langt kominn hvað varðar að tryggja fólki tímabundið húsnæði. Svo þurfi að vinna hratt að lausnum til lengri tíma og þar séu ólíkir hópar við störf. „Einn er að skoða einfaldlega það húsnæði sem er tilbúið á markaði. Hvernig hið opinbera geti komið að því. Það er umtalsverður fjöldi íbúða,“ segir Sigurður Ingi. „Síðan var settur á laggirnar hópur á föstudag til að skoða einhvers konar viðlagasjóðshús,“ segir Sigurður Ingi. Allir þættir þess væru til skoðunar en það væri húsnæði hugsað til aðeins lengri tíma. Þá væri einnig skoðað hvort hægt væri að aðstoða Grindvíkinga í gegnum almenna kerfið að eignast sitt eigið húsnæði að nýju. „Fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað Grindvíkingar vilja helst og þurfa. Það er auðvitað flókin staða því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér.“ Hálfrar aldar hús í góðu lagi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fari fyrir hópnum sem settur var á laggirnar á föstudaginn. Hópurinn eigi að halda utan um gæði, hönnun, hvernig húsin spili saman við umhverfið, hvaða lóðir séu í boði, tímabundnar lóðir eða lóðir til lengri tíma. Viðlagasjóðshús sem byggð voru fyrir fimmtíu árum vegna sama vanda vegna eldgoss á Heimaey séu víða enn þá í góðu lagi. Viðlagasjóðshús í Hagahverfi á Selfossi 1973, sem reist voru fyrir flóttafólk úr Vestmannaeyjum.Tómas Jónsson Ráðherra var spurður út í sviðsmyndina að byggja þurfi varnargarð fyrir Grindavíkurbæ sjálfan. Sigurður Ingi segir það meðal þess sem verið sé að skoða. Ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar í fortíðinni en nú hafi ýmislegt breyst í jarðhræringum undanfarinna vikna. „Það er rétt að náttúran hefur verið að koma okkur leiðinlega á óvart síðustu vikurnar að birtast með sviðsmyndir sem eru sýnu verri. En við erum að hlaupa til að vera tilbúin að bregðast við með ólíkum hætti.“ Litlar skuldir Bæði sé byrjað að skora borholur fyrir kalt vatn, undirbúningur sé hafinn að lághitavarastöðvum og þá sömuleiðis að skoða varnargarða fyrir eldgos á verri stað en reiknað hefur verið með. Nú sé komin reynsla af byggingu varnargarða í fyrri gosum og þá gangi vinna vel við fjóra varnargarða í augnablikinu. Sigurður Ingi segir kostnað við húsnæði til viðbótar við þann sem hlýst við gerð varnargarða eitthvað sem ríkissjóður ráði vel við. Vinna við fjóra varnargarða gangi vel. „Við erum býsna vel stödd eftir að hafa komiðst vel út úr miklum fjárútlátum í heimsfaraldrinum. Betur en mörg önnur lönd. Við sjáum það vel á ríkisfjármálunum. Við skuldum til þess að gera lítið miðað við önnur lönd. Þetta er verkefni sem við sem samfélag getum leikandi tekið utan um.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Fundur ríkisstjórnar í morgun sneri fyrst og fremst að stöðunni á Reykjanesi og húsnæðisvanda Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fyrsta fasann langt kominn hvað varðar að tryggja fólki tímabundið húsnæði. Svo þurfi að vinna hratt að lausnum til lengri tíma og þar séu ólíkir hópar við störf. „Einn er að skoða einfaldlega það húsnæði sem er tilbúið á markaði. Hvernig hið opinbera geti komið að því. Það er umtalsverður fjöldi íbúða,“ segir Sigurður Ingi. „Síðan var settur á laggirnar hópur á föstudag til að skoða einhvers konar viðlagasjóðshús,“ segir Sigurður Ingi. Allir þættir þess væru til skoðunar en það væri húsnæði hugsað til aðeins lengri tíma. Þá væri einnig skoðað hvort hægt væri að aðstoða Grindvíkinga í gegnum almenna kerfið að eignast sitt eigið húsnæði að nýju. „Fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað Grindvíkingar vilja helst og þurfa. Það er auðvitað flókin staða því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér.“ Hálfrar aldar hús í góðu lagi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fari fyrir hópnum sem settur var á laggirnar á föstudaginn. Hópurinn eigi að halda utan um gæði, hönnun, hvernig húsin spili saman við umhverfið, hvaða lóðir séu í boði, tímabundnar lóðir eða lóðir til lengri tíma. Viðlagasjóðshús sem byggð voru fyrir fimmtíu árum vegna sama vanda vegna eldgoss á Heimaey séu víða enn þá í góðu lagi. Viðlagasjóðshús í Hagahverfi á Selfossi 1973, sem reist voru fyrir flóttafólk úr Vestmannaeyjum.Tómas Jónsson Ráðherra var spurður út í sviðsmyndina að byggja þurfi varnargarð fyrir Grindavíkurbæ sjálfan. Sigurður Ingi segir það meðal þess sem verið sé að skoða. Ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar í fortíðinni en nú hafi ýmislegt breyst í jarðhræringum undanfarinna vikna. „Það er rétt að náttúran hefur verið að koma okkur leiðinlega á óvart síðustu vikurnar að birtast með sviðsmyndir sem eru sýnu verri. En við erum að hlaupa til að vera tilbúin að bregðast við með ólíkum hætti.“ Litlar skuldir Bæði sé byrjað að skora borholur fyrir kalt vatn, undirbúningur sé hafinn að lághitavarastöðvum og þá sömuleiðis að skoða varnargarða fyrir eldgos á verri stað en reiknað hefur verið með. Nú sé komin reynsla af byggingu varnargarða í fyrri gosum og þá gangi vinna vel við fjóra varnargarða í augnablikinu. Sigurður Ingi segir kostnað við húsnæði til viðbótar við þann sem hlýst við gerð varnargarða eitthvað sem ríkissjóður ráði vel við. Vinna við fjóra varnargarða gangi vel. „Við erum býsna vel stödd eftir að hafa komiðst vel út úr miklum fjárútlátum í heimsfaraldrinum. Betur en mörg önnur lönd. Við sjáum það vel á ríkisfjármálunum. Við skuldum til þess að gera lítið miðað við önnur lönd. Þetta er verkefni sem við sem samfélag getum leikandi tekið utan um.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira