Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 14:35 Arnar Þór er 1. varamaður og ef hann á ekki að sleppa inná þing, þá má þeim Bjarna, Jóni, Bryndísi og Óla Birni ekki verða misdægurt. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
„Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira