Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. nóvember 2023 17:54 Guðmundur Guðmundsson sakar nafna sinn Guðmund B. Ólafsson um að sýna af sér dómreindarbrest með ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. Fyrr í dag var greint frá því að Arnarlax hefði gerst bakhjarl íslenska landsliðsins í handbolta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að samningurinn sé að minnsta kosti til næstu þriggja ára og að með honum verði merki Arnarlax á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Guðmundur heldur því fram að sjálfur myndi hann sem landsliðsþjálfari aldrei bera slíka auglýsingu. „Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar.“ segir Guðmundur Guðmundsson um málið á Facebook-síðu sinni. Máli sínu til stuðnings ræðir Guðmundur um sekt Matvælastofnunar á hendur Arnalax sem nemur 120 milljónum króna. „Arnarlax var meðal annars fyrir nokkru síðan sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Arnarlax sýndi þar fullkomið og vítavert aðgæsluleysi til skaða fyrir íslenska náttúru,“ segir hann. „Þetta sjókvíaeldi er hörmulegur og mengandi iðnaður sem mun ganga af íslenskum náttúrulegum laxastofni dauðum.“ Guðmundur heldur því fram að það sé dapurlegt að þiggja peninga af fyrirtækinu. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“ Þess má gera að Heimsmeistaramót kvenna í handbolta hefst í næstu viku í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fiskeldi Handbolti Sjókvíaeldi Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Arnarlax hefði gerst bakhjarl íslenska landsliðsins í handbolta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að samningurinn sé að minnsta kosti til næstu þriggja ára og að með honum verði merki Arnarlax á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Guðmundur heldur því fram að sjálfur myndi hann sem landsliðsþjálfari aldrei bera slíka auglýsingu. „Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar.“ segir Guðmundur Guðmundsson um málið á Facebook-síðu sinni. Máli sínu til stuðnings ræðir Guðmundur um sekt Matvælastofnunar á hendur Arnalax sem nemur 120 milljónum króna. „Arnarlax var meðal annars fyrir nokkru síðan sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Arnarlax sýndi þar fullkomið og vítavert aðgæsluleysi til skaða fyrir íslenska náttúru,“ segir hann. „Þetta sjókvíaeldi er hörmulegur og mengandi iðnaður sem mun ganga af íslenskum náttúrulegum laxastofni dauðum.“ Guðmundur heldur því fram að það sé dapurlegt að þiggja peninga af fyrirtækinu. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“ Þess má gera að Heimsmeistaramót kvenna í handbolta hefst í næstu viku í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Fiskeldi Handbolti Sjókvíaeldi Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira