Kannast ekki við útilokun Arnars Jakob Bjarnar og Jón Þór Stefánsson skrifa 22. nóvember 2023 21:33 „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn,“ segir Hildur um meinta útilokun Arnars. Vísir/ÞÞ/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“ Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“
Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent