Eldgos nú líklegast milli Hagafells og Sýlingarfells Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 19:19 Vinna við varnargarða við Svartsengi vegna jarðhræringa hefur staðið yfir undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands segir að reikna megi með því að kvikan í kvikuganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð. Dregið hafi úr líkum á að kvika nái að brjóta sér leið út innan bæjarmarka og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira