Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 14:44 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir helstu bætur eins og barna- og vaxtabætur lækka á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum