Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 15:16 Hvorki Bubbi né Guðmundur, og margir fleiri ef marka má samfélagsmiðla, eru sáttir við það að íslenska handknattleikslandsliðið muni spila merktir Arnarlaxi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“ Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“
Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira