Stjörnukonan verður heiðruð í Kanada í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Erin McLeod hefur átt langan og flottan feril. Getty/Jeremy Reper Stjörnukonan Erin McLeod er á leiðinni heim til Kanada í jólamánuðinum og fær að upplifa þar mjög sérstaka stund. Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira