Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar Ingrid Kuhlman skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun