Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Jung var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að fremja morð. Lögreglan í Busan Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997. Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997.
Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira