Ökumaður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:02 Bílunum lenti saman í harkalegum árekstri. RNSA Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. Ökumaður Kia Picanto fólksbifreiðar var að öllum líkindum sofandi þegar hann ók inn á vinstri vegarhelming Suðurlandsvegar og framan á sendibifreið í hörðum árekstri. Ökumaður bílsins, karlmaður á sjötugsaldri, lést í slysinu og farþegi bílsins slasaðist alvarlega. Ökumaður sendibifreiðarinnar slasaðist lítillega. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef þeirra í dag. Slysið átti sér stað skammt vestan Kúðafljóts, þann 16. júní í fyrra. Um 31 kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs. Slysið var tilkynnt til lögreglu kl. 15:50 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið kl. 16:02 sama dag. Vegurinn var þurr þegar slysið varð en það rigndi eftir að björgunaraðilar komu á vettvang. Hiti var 10 til 11°C, vindur hægur og skúrir í grennd. Yfirlitsmynd af slysstað.RNSA Árekstri bílanna tveggja er lýst með þessum hætti í skýrslunni: „Við áreksturinn lyftist Kia bifreiðin upp frá veginum, snerist um 90 gráður, rann því næst afturábak út af veginum og stöðvaðist um 7 metra til austurs frá ætluðum árekstrarstað. Mercedes Benz sendibifreiðin kastaðist út fyrir veg og stöðvaðist um 11 metra suðvestan við ætlaðan árekstrarstað (mynd 3). Um eins metra löng dragför sáust á jarðvegi utan vegar eftir hjólbarða hægri hliðar og vinstra afturhjól sendibifreiðarinnar þegar hún lenti utan vegar.“ Höfðu dvalið tvær nætur á landinu Ökumaður og farþegi bílsins voru ferðamenn sem höfðu komið til landsins tveimur dögum fyrir slysið. Þau lentu á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti þann 14. og höfðu því dvalið á landinu í tvær nætur þegar slysið átti sér stað. Miðað við viðmið sem eru gefin í rannsókn slíkra slysa um þreyta segir í skýrslunni að það megi gefa sér að þreyta hafi sennilega átt þátt í slysinu. Farþegi segist ekki muna eftir því. Í skýrslu RNSA kemur fram að Kia bifreiðinni hafi verið ekið á stöðugum hraða, á milli á 88 til 90 kílómetrum á klukkustund, í um sautján sekúndur fyrir slysið á sama tíma og bifreiðinni var ekið rólega á vinstri vegarhelminginn þar sem mjúkri hægri beygju á veginum var nýlokið og beinn kafli tók við. Gögn úr vöktunarhugbúnaði í bifreiðinni sýndu að engin hraðabreyting varð á bifreiðinni í nokkrar sekúndur fyrir slysið og er því talið sennilegt að ökumaðurinn hafi verið sofandi. Því er talið líklegt að hann hafi ekki tekið eftir því að hann ók inn á vinstri helming vegarins. Engin ummerki voru á slysstað um hemlun eða viðbrögð ökumanns. Yfirlitsmynd af bifreiðunum á slysstað og útskýringar rannsóknarnefndarinnar. RNSA Þá kemur einnig fram í orsakagreiningunni að slitlag vegarins á slysstað hafi verið lagt áður en núgildandi hönnunarreglur tóku gildi og að breidd bundins slitlags hafi verið undir viðmiðum um lágmarksbreidd. Fram kemur í skýrslunni að vegyfirborðið hafi verið lagt árið 2002 með klæðningu, sem er bundið slitlag. „…þar sem þjálbik eða bikþeyta er lögð út og möl dreift yfir og hún þjöppuð. Ekki er mögulegt að fræsa rifflur í bundið slitlag vegs með klæðningu. Breidd vegarins og yfirborð vegaxla gerðu það auk þess að verkum að ekki var mögulegt að fræsa rifflur til hliðar við akreinarnar,“ segir í skýrslunni. Sá í hvað stefndi Þar er einnig að finna frásögn ökumanns bifreiðarinnar sem ekið var á. Hann segir að hann hafi séð Kia bifreiðina ekið á móti sér rólega inn á hans vegarhelming. „Þannig hafi Kia bifreiðin haldið beinni stefnu þrátt fyrir að vera á leið úr mjúkri hægri beygju. Hann kvaðst hafa verið búinn að hægja verulega á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka til hægri nánast út fyrir slitlag vegarins að vestanverðu þegar áreksturinn varð,“ segir í skýrslunni. Þreyttir ökumenn jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn Í lok skýrslunnar beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að leggja áherslu á forvarnir vegna svefns og þreytu ökumanna. Þreyttir ökumenn geti verið jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn og mikilvægt sé að ferðamenn sem komi til landsins séu upplýstir um mikilvægi svefns fyrir akstur. Þá kemur fram að Evrópska umferðaröryggisráðið hefur staðfest að svefnleysi og þreyta sé veigamikill orsakaþáttur í minnst fimmta hverju umferðarslysi. Þá beinir nefndin þeirri tillögu að Vegagerðinni að vinna að heildaráætlun um samræmingu vegflokka við vegtegundir á vegakerfi landsins. Einnig að endurskoða/yfirfara verklag og kostnaðarlíkön við ákvarðanir á gerð slitlags á vegi nr. 1 meðal annars að teknu tilliti til möguleika á fræsun riffla og áhrifa þeirra á umferðaröryggi. Skýrsluna er hægt að lesa hér í heild sinni. Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16. júní 2022 17:09 Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. 16. júní 2022 18:11 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Ökumaður Kia Picanto fólksbifreiðar var að öllum líkindum sofandi þegar hann ók inn á vinstri vegarhelming Suðurlandsvegar og framan á sendibifreið í hörðum árekstri. Ökumaður bílsins, karlmaður á sjötugsaldri, lést í slysinu og farþegi bílsins slasaðist alvarlega. Ökumaður sendibifreiðarinnar slasaðist lítillega. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef þeirra í dag. Slysið átti sér stað skammt vestan Kúðafljóts, þann 16. júní í fyrra. Um 31 kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs. Slysið var tilkynnt til lögreglu kl. 15:50 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið kl. 16:02 sama dag. Vegurinn var þurr þegar slysið varð en það rigndi eftir að björgunaraðilar komu á vettvang. Hiti var 10 til 11°C, vindur hægur og skúrir í grennd. Yfirlitsmynd af slysstað.RNSA Árekstri bílanna tveggja er lýst með þessum hætti í skýrslunni: „Við áreksturinn lyftist Kia bifreiðin upp frá veginum, snerist um 90 gráður, rann því næst afturábak út af veginum og stöðvaðist um 7 metra til austurs frá ætluðum árekstrarstað. Mercedes Benz sendibifreiðin kastaðist út fyrir veg og stöðvaðist um 11 metra suðvestan við ætlaðan árekstrarstað (mynd 3). Um eins metra löng dragför sáust á jarðvegi utan vegar eftir hjólbarða hægri hliðar og vinstra afturhjól sendibifreiðarinnar þegar hún lenti utan vegar.“ Höfðu dvalið tvær nætur á landinu Ökumaður og farþegi bílsins voru ferðamenn sem höfðu komið til landsins tveimur dögum fyrir slysið. Þau lentu á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti þann 14. og höfðu því dvalið á landinu í tvær nætur þegar slysið átti sér stað. Miðað við viðmið sem eru gefin í rannsókn slíkra slysa um þreyta segir í skýrslunni að það megi gefa sér að þreyta hafi sennilega átt þátt í slysinu. Farþegi segist ekki muna eftir því. Í skýrslu RNSA kemur fram að Kia bifreiðinni hafi verið ekið á stöðugum hraða, á milli á 88 til 90 kílómetrum á klukkustund, í um sautján sekúndur fyrir slysið á sama tíma og bifreiðinni var ekið rólega á vinstri vegarhelminginn þar sem mjúkri hægri beygju á veginum var nýlokið og beinn kafli tók við. Gögn úr vöktunarhugbúnaði í bifreiðinni sýndu að engin hraðabreyting varð á bifreiðinni í nokkrar sekúndur fyrir slysið og er því talið sennilegt að ökumaðurinn hafi verið sofandi. Því er talið líklegt að hann hafi ekki tekið eftir því að hann ók inn á vinstri helming vegarins. Engin ummerki voru á slysstað um hemlun eða viðbrögð ökumanns. Yfirlitsmynd af bifreiðunum á slysstað og útskýringar rannsóknarnefndarinnar. RNSA Þá kemur einnig fram í orsakagreiningunni að slitlag vegarins á slysstað hafi verið lagt áður en núgildandi hönnunarreglur tóku gildi og að breidd bundins slitlags hafi verið undir viðmiðum um lágmarksbreidd. Fram kemur í skýrslunni að vegyfirborðið hafi verið lagt árið 2002 með klæðningu, sem er bundið slitlag. „…þar sem þjálbik eða bikþeyta er lögð út og möl dreift yfir og hún þjöppuð. Ekki er mögulegt að fræsa rifflur í bundið slitlag vegs með klæðningu. Breidd vegarins og yfirborð vegaxla gerðu það auk þess að verkum að ekki var mögulegt að fræsa rifflur til hliðar við akreinarnar,“ segir í skýrslunni. Sá í hvað stefndi Þar er einnig að finna frásögn ökumanns bifreiðarinnar sem ekið var á. Hann segir að hann hafi séð Kia bifreiðina ekið á móti sér rólega inn á hans vegarhelming. „Þannig hafi Kia bifreiðin haldið beinni stefnu þrátt fyrir að vera á leið úr mjúkri hægri beygju. Hann kvaðst hafa verið búinn að hægja verulega á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka til hægri nánast út fyrir slitlag vegarins að vestanverðu þegar áreksturinn varð,“ segir í skýrslunni. Þreyttir ökumenn jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn Í lok skýrslunnar beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að leggja áherslu á forvarnir vegna svefns og þreytu ökumanna. Þreyttir ökumenn geti verið jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn og mikilvægt sé að ferðamenn sem komi til landsins séu upplýstir um mikilvægi svefns fyrir akstur. Þá kemur fram að Evrópska umferðaröryggisráðið hefur staðfest að svefnleysi og þreyta sé veigamikill orsakaþáttur í minnst fimmta hverju umferðarslysi. Þá beinir nefndin þeirri tillögu að Vegagerðinni að vinna að heildaráætlun um samræmingu vegflokka við vegtegundir á vegakerfi landsins. Einnig að endurskoða/yfirfara verklag og kostnaðarlíkön við ákvarðanir á gerð slitlags á vegi nr. 1 meðal annars að teknu tilliti til möguleika á fræsun riffla og áhrifa þeirra á umferðaröryggi. Skýrsluna er hægt að lesa hér í heild sinni.
Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16. júní 2022 17:09 Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. 16. júní 2022 18:11 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16. júní 2022 17:09
Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. 16. júní 2022 18:11