Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2023 12:56 Sjúkrahúsið í Eistlandi skömmu áður en það var flutt til Úkraínu. Þórir Guðmundsson Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að heildarkostnaður við verkefnið hafi numið 7,4 milljónum evra, um 1,1 milljarði króna. Sjúkrahúsið sé mikilvæg viðbót og komi að góðum notum við að hlúa að særðum hermönnum og borgurum nærri vígvellinum. Þórir Guðmundsson Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. „Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að það sé sérstakt ánægjuefni að geta stutt við vini í Úkraínu með þessum beina hætti. „Samstarfið við Eista og Þjóðverja í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar og það gleður okkur að vita að sjúkrahúsið kemur að góðum notum við að bjarga lífum og lina þjáningar þeirra sem særast í réttmætri varnarbaráttu þjóðarinnar gagnvart rússneska innrásarliðinu,“ segir Bjarni . Þórir Guðmundsson Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum. „Þá eru gámaeiningar sjúkrahússins fluttar á milli staða á sérútbúnum hervörubílum, sem þýski herinn gaf til verkefnisins. Verkefnið var unnið í þéttu samstarfi við Eistland þar sem sjúkrahúsin voru hönnuð og framleidd. Eistneski herinn sá jafnframt um að þjálfa úkraínska starfsliðið sem rekur sjúkrahúsið. Áður höfðu Holland, Noregur og Þýskaland gefið samskonar sjúkrahús í samstarfi við Eista og verður hægt að samnýta þau eftir þörfum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að heildarkostnaður við verkefnið hafi numið 7,4 milljónum evra, um 1,1 milljarði króna. Sjúkrahúsið sé mikilvæg viðbót og komi að góðum notum við að hlúa að særðum hermönnum og borgurum nærri vígvellinum. Þórir Guðmundsson Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. „Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að það sé sérstakt ánægjuefni að geta stutt við vini í Úkraínu með þessum beina hætti. „Samstarfið við Eista og Þjóðverja í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar og það gleður okkur að vita að sjúkrahúsið kemur að góðum notum við að bjarga lífum og lina þjáningar þeirra sem særast í réttmætri varnarbaráttu þjóðarinnar gagnvart rússneska innrásarliðinu,“ segir Bjarni . Þórir Guðmundsson Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum. „Þá eru gámaeiningar sjúkrahússins fluttar á milli staða á sérútbúnum hervörubílum, sem þýski herinn gaf til verkefnisins. Verkefnið var unnið í þéttu samstarfi við Eistland þar sem sjúkrahúsin voru hönnuð og framleidd. Eistneski herinn sá jafnframt um að þjálfa úkraínska starfsliðið sem rekur sjúkrahúsið. Áður höfðu Holland, Noregur og Þýskaland gefið samskonar sjúkrahús í samstarfi við Eista og verður hægt að samnýta þau eftir þörfum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05