Lögregla leitar enn nokkurra í tengslum við stunguárás í Grafarvogi. Öllum fjórum sem handteknir voru í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi fangaskiptum í Ísrael og á Vesturbakkanum í dag. Fagnaðarlæti brutust út á svæðunum í gær eftir að fangaskipti fóru fram milli Ísraela og Hamas-samtakanna.
Þá fáum við að heyra allt um formlega opnun laxavinnslu í Bolungarvík og forvitnumst um neyðarástand sem er yfirvofandi í Barcelona.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.