Ísland á meðal efstu liða í spám veðbanka fyrir EM Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Það mun mæða mikið á Ómari Inga Magnússyni á komandi stórmóti með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handbolta eru spár veðbanka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýskalandi í þetta sinn og er Ísland á meðal þátttökuþjóða. Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira