Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 15:15 Konan var stödd undir Hafnarfjalli þegar hurðin á bílnum fauk upp. Vísir/Vilhelm Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári. Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári.
Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“