Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 16:29 Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant vildi ekki upplýsa um hversu margir á starfsstöð félagsins á Íslandi misstu vinnuna í morgun. Controlant Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. „Við tókum þátt í að dreifa og vakta bóluefni fyrir Pfizer þegar faraldurinn skall á og þetta var mjög stórt og viðamikið verkefni sem krafðist mikils mannafla. Við uxum mjög hratt á stuttum tíma og byrjuðum 60 þegar faraldurinn skall á og fórum yfir 500 starfsmenn,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, en nú starfa þar 450 starfsmenn. Félagið tilkynnti það síðdegis að 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í morgun, eftir að fréttastofa greindi frá því um hádegisbil. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Fyrirtækið þurfi ekki að vera svona stórt fyrir verkefni 2024 Gísli segir vöxtinn hafa verið gríðarlegan og á þessum tíma hafi fyrirtækið byggt upp vörur, lausnir og mikla þekkingu. Eftirspurn eftir bóluefnum gegn Covid-19 hafi minnkað hraðar en þær sviðsmyndir sem fyrirtækið vann eftir gerðu ráð fyrir. „Þar af leiðandi þarf fyrirtækið ekki að vera eins stórt farandi inn í þau verkefni sem eru fram undan á næsta ári. Það var óhjákvæmilegt hjá okkur að aðlaga stærð fyrirtækisins að þeim verkefnum sem við erum að fara inn í á næsta ári. Þar af leiðandi þurftum við að fækka um 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum fréttastofu greip um sig ringulreið í höfuðstöðvum Controlant og margir voru í miklu uppnámi.Vísir/Arnar Er þessi fækkun bara hjá starfsstöðvum á Íslandi eða víðar? „Hún er víðar en stærsti hlutinn er á Íslandi sem er í rauninni bara í samhengi við það að þegar faraldurinn skall á réðum við langmest á Íslandi í það verkefni,“ segir hann. Geturðu sagt mér hvað þetta eru margir hér á landi sem missa vinnuna? „Nei, ég bara vísa í tilkynninguna sem við sendum.“ Uppsagnir þvert á fyrirtækið Hann segir nýjan kafla nú vera að hefjast hjá félaginu, sem miði að því að komast út úr „Covid-fasa.“ „Við erum að þjónusta átta af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Þessi grunnstarfsemi, þessar grunnlausnir, það hefur verið að byggjast mjög hratt upp í gegnum Covid. Við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við sjáum fram á að fyrir utan Covid verði töluverður tekjuvöxtur. Þessi fjármögnun er í raun bara til að byggja upp áframhaldandi þróun og markaðssóknir á kjarnastarfsemi félagsins,“ segir Gísli og vísar þar til þess sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi tryggt 11 milljarða króna fjármögnun. Uppsagnirnar séu þvert á fyrirtækið. Þegar ráðið var inn vegna Covid-verkefna hafi það verið þvert á fyrirtækið og uppsagnirnar það þar af leiðandi líka. „Við erum í dag að kveðja góða samstarfsfélaga með miklum trega, sem hafa áorkað mjög mikið saman og tryggt örugga dreifingu á sex milljónum bóluefnaskammta.“ Hvernig var andinn í höfuðstöðvunum í morgun? „Hann var bara eftir aðstæðum,“ segir Gísli. Inntur eftir því hvort von sé á frekari breytingum segir hann þessar breytingar og fjármögnunina sem tilkynnt var um síðdegis til þess fallnar að stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar. „Ég vil þakka því frábæra starfsfólki sem við kveðjum í dag. Þau hafa sýnt mikinn styrk og elju í gegn um faraldurinn og það er erfitt að kveðja þau. Ég held að mörg fyrirtæki á Íslandi yrðu lánsöm að fá þau.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
„Við tókum þátt í að dreifa og vakta bóluefni fyrir Pfizer þegar faraldurinn skall á og þetta var mjög stórt og viðamikið verkefni sem krafðist mikils mannafla. Við uxum mjög hratt á stuttum tíma og byrjuðum 60 þegar faraldurinn skall á og fórum yfir 500 starfsmenn,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, en nú starfa þar 450 starfsmenn. Félagið tilkynnti það síðdegis að 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í morgun, eftir að fréttastofa greindi frá því um hádegisbil. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Fyrirtækið þurfi ekki að vera svona stórt fyrir verkefni 2024 Gísli segir vöxtinn hafa verið gríðarlegan og á þessum tíma hafi fyrirtækið byggt upp vörur, lausnir og mikla þekkingu. Eftirspurn eftir bóluefnum gegn Covid-19 hafi minnkað hraðar en þær sviðsmyndir sem fyrirtækið vann eftir gerðu ráð fyrir. „Þar af leiðandi þarf fyrirtækið ekki að vera eins stórt farandi inn í þau verkefni sem eru fram undan á næsta ári. Það var óhjákvæmilegt hjá okkur að aðlaga stærð fyrirtækisins að þeim verkefnum sem við erum að fara inn í á næsta ári. Þar af leiðandi þurftum við að fækka um 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum fréttastofu greip um sig ringulreið í höfuðstöðvum Controlant og margir voru í miklu uppnámi.Vísir/Arnar Er þessi fækkun bara hjá starfsstöðvum á Íslandi eða víðar? „Hún er víðar en stærsti hlutinn er á Íslandi sem er í rauninni bara í samhengi við það að þegar faraldurinn skall á réðum við langmest á Íslandi í það verkefni,“ segir hann. Geturðu sagt mér hvað þetta eru margir hér á landi sem missa vinnuna? „Nei, ég bara vísa í tilkynninguna sem við sendum.“ Uppsagnir þvert á fyrirtækið Hann segir nýjan kafla nú vera að hefjast hjá félaginu, sem miði að því að komast út úr „Covid-fasa.“ „Við erum að þjónusta átta af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Þessi grunnstarfsemi, þessar grunnlausnir, það hefur verið að byggjast mjög hratt upp í gegnum Covid. Við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við sjáum fram á að fyrir utan Covid verði töluverður tekjuvöxtur. Þessi fjármögnun er í raun bara til að byggja upp áframhaldandi þróun og markaðssóknir á kjarnastarfsemi félagsins,“ segir Gísli og vísar þar til þess sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi tryggt 11 milljarða króna fjármögnun. Uppsagnirnar séu þvert á fyrirtækið. Þegar ráðið var inn vegna Covid-verkefna hafi það verið þvert á fyrirtækið og uppsagnirnar það þar af leiðandi líka. „Við erum í dag að kveðja góða samstarfsfélaga með miklum trega, sem hafa áorkað mjög mikið saman og tryggt örugga dreifingu á sex milljónum bóluefnaskammta.“ Hvernig var andinn í höfuðstöðvunum í morgun? „Hann var bara eftir aðstæðum,“ segir Gísli. Inntur eftir því hvort von sé á frekari breytingum segir hann þessar breytingar og fjármögnunina sem tilkynnt var um síðdegis til þess fallnar að stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar. „Ég vil þakka því frábæra starfsfólki sem við kveðjum í dag. Þau hafa sýnt mikinn styrk og elju í gegn um faraldurinn og það er erfitt að kveðja þau. Ég held að mörg fyrirtæki á Íslandi yrðu lánsöm að fá þau.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05