„Partur af þessari vegferð sem alltaf er verið að tala um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 19:30 Rakel Dögg Bragadóttir er hóflega bjartsýn fyrir HM kvenna í handbolta sem hefst í vikunni. Vísir/Stöð 2 Sport Ísland lauk í gær keppni á Posten Cup, æfingamóti í Noregi, í aðdraganda heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fram undan er. Fyrrum landsliðskona leggur áherslu á að liðið nýti reynsluna sem þetta mót skapar og haldi sinni vegferð áfram. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn