Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2023 15:01 Frá vinnu við varnargarðana í Svartsengi. Grindavík í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. „Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira