Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2023 15:01 Frá vinnu við varnargarðana í Svartsengi. Grindavík í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. „Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira
„Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira