Cech spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í íshokkí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2023 15:30 Petr Cech byrjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. getty/Action Foto Sport Petr Cech, fyrrverandi markvörður Chelsea og Arsenal í fótbolta, þreytti frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí um helgina. Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið. Íshokkí Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið.
Íshokkí Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira