Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 17:52 Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12