„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 28. nóvember 2023 20:18 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34
Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50