Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 07:00 Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í HÍ bjó víða erlendis í 30 ár en hefur aldrei upplifað jafn mikla nýjungagirni og á Íslandi. Ef aðrar þjóðir væru jafn neysluglaðar þyrfti heimurinn 14 jarðir. Vísir/Vilhelm „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. Vala hefur búið víða; í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Noregi og Frakklandi. „Ég hef aldrei upplifað þessa nýjungagirni neins staðar eins og hér,“ segir Vala og bætir við: Hér er algengt að þegar fólk kaupir íbúð eða hús, þá sé allt rifið út og því hent. Hér er fólk alltaf að taka baðherbergi og fleira heima hjá sér í gegn án þess að hugsa hvaðan allt kemur sem það er þá að setja í staðinn. Ef ég kaupi púða þá á ég hann út ævina. En hér er fólk jafnvel að skipta út púðum árlega því hér telst svo mikilvægt að fylgja einhverjum tískustraumum.“ Umræðan er ofneysla Íslendinga en Vala var ein fyrirlesara á málstofunni Erum við að kaupa til að henda? sem haldin var í Grósku í síðustu viku. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um þessa neysluhegðun. Sjáum lítið þótt við flokkum Vala segir Íslendinga telja sig vera umhverfisvænni en þeir eru í raun. Því hér er ofneyslan mjög mikil. „Íslendingar telja sig umhverfivæna vegna þess að þeir eru að flokka ruslið sitt. En við sjáum voða lítið af stóru myndinni með því. Við sjáum bara nokkrar tunnur sem við flokkum í en ekki hvaðan allt þetta er að koma: Hvaðan kom efnið, hvernig var varan framleidd og úr hvaða efnum, flutningarnir með vöruna þegar hún kemur til landsins og flutningarnir með hana aftur þegar við síðan hendum henni.“ Eitt af því sem vakti sérstaka athygli á málstofunni í Grósku í síðustu viku, voru þær upplýsingar frá Völu að ef aðrar þjóðir væru jafn neysluglaðar og Íslendingar, þyrftum við 14 jarðir. „Já og eitt sinn reiknaðist þetta sem 24 jarðir,“ segir Vala þá og útskýrir að það hafi í raun verið fyrir tilstilli meistaranema og síðar doktorsnema í háskólanum fyrir nokkrum árum, sem fyrst reiknaði vistspor Íslands sem 24 jarðir ef allir væru í sömu neyslu og og Íslendingar, en hann leiðrétti það síðar í 14 jarðir. „Ég þekki manninn sem þróaði þá aðferðafræði að reikna út kolefnisspor þjóða. Ísland var ekki með í þessum tölum en þó var hann að sýna útreikninga fyrir fleiri en 130 lönd. Þannig að eitt sinn þegar að ég hitti hann spurði ég: Hvers vegna ertu ekki með Ísland í þessum tölum? En þá svaraði hann: Vegna þess að þið komið svo skelfilega illa út.“ Og Vala tekur dæmi. „Þegar ég keypti húsið sem ég átti fyrir nokkrum árum, málaði ég eldhússkápa og lagði smá parket þegar að ég flutti inn. Þegar ég seldi húsið spurði ég kaupendurna hvort þau ætluðu að breyta miklu, til dæmis endurnýja eldhúsið. Sem þau sögðust ekki ætla að gera. Fyrir tilviljun átti ég leið hjá um mánuði síðar. Og viti menn: Þá var búið að rífa allt út því nú átti að endurnýja allt, gólf, hurðir, baðherbergi, eldhús og skápa. En þegar fólk er að ráðast í svona framkvæmdir þá verður það að hugsa: Hvaðan kemur þetta allt sem ég er þá að setja í staðinn?“ Vala hélt erindi á málstofunni Erum við að kaupa til að henda? Hún segir hluta vandans vera sá bakgrunnur sem stjórnmálamenn hafa, þar vanti þekkingu. Á Íslandi séu stjórnmálamenn t.d. upp til hópa lögfræðingar sem ekki hafa verið í raunvísindum frá því í menntaskóla. Það sem við borgum ekki fyrir í dag Vala segir mikilvægt að Íslendingar fari að auka á alla efnismeðvitund. Til að átta okkur betur á því hvað skiptir máli og hvað ekki. Þá segir hún mikilvægt að auka á menntun og þekkingu. Við getum vel frætt almenning betur en heilt yfir þurfum við að leggja áherslu á menntun í þessum geira. Stjórnmálamenn eru til dæmis upp til hópa margir lögfræðingar. Sem þýðir að þeir hafa ekki lært raunvísindi síðan í menntaskóla, þeirra sérþekking liggur í að lesa úr lagabókstafnum. Þessi staða er hluti af vandanum því að það skiptir miklu máli að þeir sem sitja við stjórnvölinn að stýra heiminum, þekki þessi mál.“ Þá segir Vala það mikinn galla að umhverfisáhrifin séu ekki tekin með í efnahagsútreikningum. „Á meðan svo er, eru litlar líkur á miklum breytingum,“ segir Vala. En hvað þarf þá til; þarf að bæta umhverfisáhrifum inn í verðlagið? „Já ég held að það sé rétta leiðin,“ svarar Vala og skýrir út með dæmi, hvers vegna það ætti að vera eðlilegt. Dæmið er svona: Þegar við kaupum föt, borgum við ekki fyrir… Eyðileggingu á jarðvegi vegna tilbúins áburðar og skordýraeiturs Skaðleg áhrif á heilsu landbúnaðarverkamanna Mengun á vatni frá ökrum, litun og vinnslu á efni Mannréttindabrot á landbúnaðarverkamönnum og saumastofufólki Útblástur vegna orkunýtingar við vinnslu og flutning á milli heimsálfa Og svo framvegis Vala bendir til dæmis á að fólk ætti ekki að kaupa flíkur úr blönduðum efnum því þá er nánast ógerningur að endurvinna þær. Þá segir hún unga fólkið mun opnari fyrir breytingum eins og meira deilihagkerfi. Fjölbýlishús gætu t.d. verið með geymslur fyrir verkfæri og fleiri hluti sem allir nota sjaldan en þurfa á stundum.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Ekki kaupa blandað efni En hvað getum við gert til að geta hlutina á umhverfisvænni hátt? „Til dæmis er gott að kaupa ekki föt sem eru gerð úr blönduðum efnum. Því það er nánast ógerningur að endurvinna slík efni,“ svarar Vala en bætir við: „Þetta getur samt alveg verið snúið. Fyrir stuttu fór ég til dæmis sjálf í verslun sem ég hafði farið í áður til að kaupa mér bómullarbol. Ég fór inn í verslunina og bað um slíkan bol og fékk þá að sjá úrval af bolum en einungis frá einum framleiðanda var bolurinn 100% bómull, en hún hafði einmitt keypt bol frá sama framleiðada fyrir tíu árum. Vala bætir við að afgreiðslukonan sjálf hafi komið af fjöllum um hversu óumhverfisvæn efnablandan í hinum bolunum væru. Í fatakaupum segir Vala gott að miða við: Að flíkin sé úr hreinu efni Forðast ódýru fötin, kaupa frekar dýrari flík sem endist lengi Deila flíkum með fjölskyldu og vinum Þá segir Vala fólk geta deilt miklu meira á milli sín en það gerir en eitt af því sem Vala sagði frá í erindinu sínu var Hringrásarsetrið svokallað, sem Anna C. W. de Matos hefur sett upp. Það gengur út á að á bókasöfnum er einnig hægt að fá í útlán verkfæri og unnt er að gera við allt frá fötum yfir í tölvur og hjól þegar Hringrásarsetrið setur upp reddingarkaffi. Því auðvitað sé gott að við séum að gera við hlutina frekar en að henda og kaupa nýtt. „En það er óþarfi að allir séu að kaupa bora eða verkfæri sem eru kannski ekki í notkun nema á tveggja þriggja ára fresti.“ Sjálf gaf Vala Hringrásarsetrinu mörg verkfæri þegar hún tók til í bílskúrnum eftir skilnaðinn sinn. Það sem ég fann í bílskúrnum voru til dæmis þrír borar, sjö sagir og svo framvegis, sem fyrrverandi maðurinn minn hafði keypt í gegnum tíðina. Stundum hafði hann ekki fundið eitthvað verkfæri og þá farið að kaupa nýtt. Svona eru bílskúrar og geymslur víða en best væri ef til dæmis fjölbýlishús eða gata væru bara með eina geymslu með þessum hlutum sem notaðir eru sjaldan og myndu deila þeim á milli sín.“ Vala segist þó upplifa ungt fólk á Íslandi með breytt viðhorf hvað þessi mál varðar. Þar finnst henni mesta viðhorfsbreytingin hafa verið. Unga fólkið hugsi meira um þessi mál, sé opið fyrir deilikerfinu, að kaupa notaðar vörur og svo framvegis. Forsetafrúin hafi líka gengið fram með góðu fordæmi. Hún felst eftir því að kaupa notaðan fatnað. „Þessa nýju haghugsun þurfum við hjá öllum. Annars höldum við áfram að eyðileggja náttúruna. Sem er algjör óþarfi. Það er svo mikið til nú þegar. Fyrir utan það að flest gamalt er flottara og vandaðra en það nýja!“ Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Tíska og hönnun Góðu ráðin Háskólar Deilihagkerfi Tengdar fréttir Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. 29. nóvember 2023 07:01 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vala hefur búið víða; í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Noregi og Frakklandi. „Ég hef aldrei upplifað þessa nýjungagirni neins staðar eins og hér,“ segir Vala og bætir við: Hér er algengt að þegar fólk kaupir íbúð eða hús, þá sé allt rifið út og því hent. Hér er fólk alltaf að taka baðherbergi og fleira heima hjá sér í gegn án þess að hugsa hvaðan allt kemur sem það er þá að setja í staðinn. Ef ég kaupi púða þá á ég hann út ævina. En hér er fólk jafnvel að skipta út púðum árlega því hér telst svo mikilvægt að fylgja einhverjum tískustraumum.“ Umræðan er ofneysla Íslendinga en Vala var ein fyrirlesara á málstofunni Erum við að kaupa til að henda? sem haldin var í Grósku í síðustu viku. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um þessa neysluhegðun. Sjáum lítið þótt við flokkum Vala segir Íslendinga telja sig vera umhverfisvænni en þeir eru í raun. Því hér er ofneyslan mjög mikil. „Íslendingar telja sig umhverfivæna vegna þess að þeir eru að flokka ruslið sitt. En við sjáum voða lítið af stóru myndinni með því. Við sjáum bara nokkrar tunnur sem við flokkum í en ekki hvaðan allt þetta er að koma: Hvaðan kom efnið, hvernig var varan framleidd og úr hvaða efnum, flutningarnir með vöruna þegar hún kemur til landsins og flutningarnir með hana aftur þegar við síðan hendum henni.“ Eitt af því sem vakti sérstaka athygli á málstofunni í Grósku í síðustu viku, voru þær upplýsingar frá Völu að ef aðrar þjóðir væru jafn neysluglaðar og Íslendingar, þyrftum við 14 jarðir. „Já og eitt sinn reiknaðist þetta sem 24 jarðir,“ segir Vala þá og útskýrir að það hafi í raun verið fyrir tilstilli meistaranema og síðar doktorsnema í háskólanum fyrir nokkrum árum, sem fyrst reiknaði vistspor Íslands sem 24 jarðir ef allir væru í sömu neyslu og og Íslendingar, en hann leiðrétti það síðar í 14 jarðir. „Ég þekki manninn sem þróaði þá aðferðafræði að reikna út kolefnisspor þjóða. Ísland var ekki með í þessum tölum en þó var hann að sýna útreikninga fyrir fleiri en 130 lönd. Þannig að eitt sinn þegar að ég hitti hann spurði ég: Hvers vegna ertu ekki með Ísland í þessum tölum? En þá svaraði hann: Vegna þess að þið komið svo skelfilega illa út.“ Og Vala tekur dæmi. „Þegar ég keypti húsið sem ég átti fyrir nokkrum árum, málaði ég eldhússkápa og lagði smá parket þegar að ég flutti inn. Þegar ég seldi húsið spurði ég kaupendurna hvort þau ætluðu að breyta miklu, til dæmis endurnýja eldhúsið. Sem þau sögðust ekki ætla að gera. Fyrir tilviljun átti ég leið hjá um mánuði síðar. Og viti menn: Þá var búið að rífa allt út því nú átti að endurnýja allt, gólf, hurðir, baðherbergi, eldhús og skápa. En þegar fólk er að ráðast í svona framkvæmdir þá verður það að hugsa: Hvaðan kemur þetta allt sem ég er þá að setja í staðinn?“ Vala hélt erindi á málstofunni Erum við að kaupa til að henda? Hún segir hluta vandans vera sá bakgrunnur sem stjórnmálamenn hafa, þar vanti þekkingu. Á Íslandi séu stjórnmálamenn t.d. upp til hópa lögfræðingar sem ekki hafa verið í raunvísindum frá því í menntaskóla. Það sem við borgum ekki fyrir í dag Vala segir mikilvægt að Íslendingar fari að auka á alla efnismeðvitund. Til að átta okkur betur á því hvað skiptir máli og hvað ekki. Þá segir hún mikilvægt að auka á menntun og þekkingu. Við getum vel frætt almenning betur en heilt yfir þurfum við að leggja áherslu á menntun í þessum geira. Stjórnmálamenn eru til dæmis upp til hópa margir lögfræðingar. Sem þýðir að þeir hafa ekki lært raunvísindi síðan í menntaskóla, þeirra sérþekking liggur í að lesa úr lagabókstafnum. Þessi staða er hluti af vandanum því að það skiptir miklu máli að þeir sem sitja við stjórnvölinn að stýra heiminum, þekki þessi mál.“ Þá segir Vala það mikinn galla að umhverfisáhrifin séu ekki tekin með í efnahagsútreikningum. „Á meðan svo er, eru litlar líkur á miklum breytingum,“ segir Vala. En hvað þarf þá til; þarf að bæta umhverfisáhrifum inn í verðlagið? „Já ég held að það sé rétta leiðin,“ svarar Vala og skýrir út með dæmi, hvers vegna það ætti að vera eðlilegt. Dæmið er svona: Þegar við kaupum föt, borgum við ekki fyrir… Eyðileggingu á jarðvegi vegna tilbúins áburðar og skordýraeiturs Skaðleg áhrif á heilsu landbúnaðarverkamanna Mengun á vatni frá ökrum, litun og vinnslu á efni Mannréttindabrot á landbúnaðarverkamönnum og saumastofufólki Útblástur vegna orkunýtingar við vinnslu og flutning á milli heimsálfa Og svo framvegis Vala bendir til dæmis á að fólk ætti ekki að kaupa flíkur úr blönduðum efnum því þá er nánast ógerningur að endurvinna þær. Þá segir hún unga fólkið mun opnari fyrir breytingum eins og meira deilihagkerfi. Fjölbýlishús gætu t.d. verið með geymslur fyrir verkfæri og fleiri hluti sem allir nota sjaldan en þurfa á stundum.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Ekki kaupa blandað efni En hvað getum við gert til að geta hlutina á umhverfisvænni hátt? „Til dæmis er gott að kaupa ekki föt sem eru gerð úr blönduðum efnum. Því það er nánast ógerningur að endurvinna slík efni,“ svarar Vala en bætir við: „Þetta getur samt alveg verið snúið. Fyrir stuttu fór ég til dæmis sjálf í verslun sem ég hafði farið í áður til að kaupa mér bómullarbol. Ég fór inn í verslunina og bað um slíkan bol og fékk þá að sjá úrval af bolum en einungis frá einum framleiðanda var bolurinn 100% bómull, en hún hafði einmitt keypt bol frá sama framleiðada fyrir tíu árum. Vala bætir við að afgreiðslukonan sjálf hafi komið af fjöllum um hversu óumhverfisvæn efnablandan í hinum bolunum væru. Í fatakaupum segir Vala gott að miða við: Að flíkin sé úr hreinu efni Forðast ódýru fötin, kaupa frekar dýrari flík sem endist lengi Deila flíkum með fjölskyldu og vinum Þá segir Vala fólk geta deilt miklu meira á milli sín en það gerir en eitt af því sem Vala sagði frá í erindinu sínu var Hringrásarsetrið svokallað, sem Anna C. W. de Matos hefur sett upp. Það gengur út á að á bókasöfnum er einnig hægt að fá í útlán verkfæri og unnt er að gera við allt frá fötum yfir í tölvur og hjól þegar Hringrásarsetrið setur upp reddingarkaffi. Því auðvitað sé gott að við séum að gera við hlutina frekar en að henda og kaupa nýtt. „En það er óþarfi að allir séu að kaupa bora eða verkfæri sem eru kannski ekki í notkun nema á tveggja þriggja ára fresti.“ Sjálf gaf Vala Hringrásarsetrinu mörg verkfæri þegar hún tók til í bílskúrnum eftir skilnaðinn sinn. Það sem ég fann í bílskúrnum voru til dæmis þrír borar, sjö sagir og svo framvegis, sem fyrrverandi maðurinn minn hafði keypt í gegnum tíðina. Stundum hafði hann ekki fundið eitthvað verkfæri og þá farið að kaupa nýtt. Svona eru bílskúrar og geymslur víða en best væri ef til dæmis fjölbýlishús eða gata væru bara með eina geymslu með þessum hlutum sem notaðir eru sjaldan og myndu deila þeim á milli sín.“ Vala segist þó upplifa ungt fólk á Íslandi með breytt viðhorf hvað þessi mál varðar. Þar finnst henni mesta viðhorfsbreytingin hafa verið. Unga fólkið hugsi meira um þessi mál, sé opið fyrir deilikerfinu, að kaupa notaðar vörur og svo framvegis. Forsetafrúin hafi líka gengið fram með góðu fordæmi. Hún felst eftir því að kaupa notaðan fatnað. „Þessa nýju haghugsun þurfum við hjá öllum. Annars höldum við áfram að eyðileggja náttúruna. Sem er algjör óþarfi. Það er svo mikið til nú þegar. Fyrir utan það að flest gamalt er flottara og vandaðra en það nýja!“
Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Tíska og hönnun Góðu ráðin Háskólar Deilihagkerfi Tengdar fréttir Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. 29. nóvember 2023 07:01 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. 29. nóvember 2023 07:01
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01
Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00