Orri og félagar náðu í stig gegn Bayern Smári Jökull Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 22:01 Orri Steinn með boltann í Þýskalandi í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í FCK eiga fína möguleika á því að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er í harðri baráttu um annað sætið þegar ein umferð er eftir. Orri Steinn hóf leikinn á bekknum í kvöld en kom inn sem varamaður í síðari hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 0-0 en lokamínútur leiksins voru fjörugar. FCK hefði komið sér í góða stöðu í riðlinum með sigri og þeir komust afskaplega nálægt því undir lokin en Manuel Neuer var betri en enginn í marki Bayern. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma þegar boltinn virtist fara í hönd leikmanns FCK en tók dóminn síðan til baka eftir að hafa skoðað atvikið í skjá. MANUEL NEUER WITH A DOUBLE SAVE!!! BEST GOALKEEPER OF ALL TIME!!! pic.twitter.com/vi1MiWFm5o— Bayern & Football (@MunichFanpage) November 29, 2023 Lokatölur 0-0 og spennan í riðlinum er gríðarleg þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. FCK og Galatasaray eru bæði með fimm stig í öðru og þriðja sæti en Manchester United er í fjórða sæti með fjögur stig. United á heimaleik gegn Bayern í lokaumferðinni og FCK tekur á móti Galatasaray í Kaupmannahöfn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í FCK eiga fína möguleika á því að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er í harðri baráttu um annað sætið þegar ein umferð er eftir. Orri Steinn hóf leikinn á bekknum í kvöld en kom inn sem varamaður í síðari hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 0-0 en lokamínútur leiksins voru fjörugar. FCK hefði komið sér í góða stöðu í riðlinum með sigri og þeir komust afskaplega nálægt því undir lokin en Manuel Neuer var betri en enginn í marki Bayern. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma þegar boltinn virtist fara í hönd leikmanns FCK en tók dóminn síðan til baka eftir að hafa skoðað atvikið í skjá. MANUEL NEUER WITH A DOUBLE SAVE!!! BEST GOALKEEPER OF ALL TIME!!! pic.twitter.com/vi1MiWFm5o— Bayern & Football (@MunichFanpage) November 29, 2023 Lokatölur 0-0 og spennan í riðlinum er gríðarleg þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. FCK og Galatasaray eru bæði með fimm stig í öðru og þriðja sæti en Manchester United er í fjórða sæti með fjögur stig. United á heimaleik gegn Bayern í lokaumferðinni og FCK tekur á móti Galatasaray í Kaupmannahöfn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti