Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir og Jakob Bjarnar skrifa 30. nóvember 2023 10:09 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Sigurjón „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni. Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.
Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48