Lífeyrissjóðir þráist við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Vísir Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira