„Þetta vofir yfir“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 15:16 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmanannaeyja, segir íbúa rólega en tilfinningin vegna þeirra stöðu sem upp sé komin sé ekki góð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. Hættustigi var lýst yfir þann 28. nóvember þegar ljóst var eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja væri mikið skemmd og mikil hætta væri á að hún rofnaði alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja sagði í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í morgun, að staðan væri svipuð og undanfarna daga. „Við erum tiltölulega ánægð með framvinduna á þeirri stöðu sem komin er upp. Víðir og hans fólk er hér í Eyjum að vinna að áætlunargerð og öðru sem tengist því hvernig við munum bregðast við.“ Lögnin sé mikið skemmd en geri þó enn gagn. Íris segir bæjarbúa í Vestmannaeyjum ekki verða varir við skemmdirnar. „En þetta vofir yfir. Þess vegna er hættustigið sett á. Því ef hún færi þá þarf að vera tilbúin með áætlanir. Það er það sem okkar góða fólk í Almannavörnum og okkar fólk hér er að vinna að.“ Tjáir sig ekki um atvikið Síðasta sumar var skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að ný vatnlögn yrði lögð til Vestmannaeyja og áætlað var að það yrði gert árið 2025. Nú er unnið hörðum höndum að því að flýta því verkefni. „Svona lögn, maður fer ekki út í búð og kaupir hana. Hún er sérframleidd í einu lagi, sérstyrkt, mörg lög, hún er framleidd beint í skip þannig allir gluggar þurfa að passa. Yfirleitt hefur það verið þannig að það er bara hægt að leggja þetta út á sumrin, en mér skilst að það séu einhver teikn á lofti um að það séu til einhver skip sem gætu gert þetta aðeins fyrr,“ segir Íris. Skemmdirnar urðu föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að líkur bendi til þess að Huginn hafi siglt með akkerið úti alla leið frá miðunum þar sem skipið var að veiðum í aðdraganda þessa. Þegar áhöfnin hafi orðið þess var að akkerið festist í botni í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn, hafi hún híft og reynt að losa akkerið með því að færa skipið til í stað þess að höggva þegar í stað á akkerisfestingarnar, sem þó var gert að lokum. En þá var skaðinn skeður. Íris segir málið í skoðun og hún ætli ekki að ræða atvikið áður en málsatvik liggi fyrir. Verið sé að framkvæma sjópróf og annað og það sem liggi nú á hennar borði sé að takast á við stöðuna sem upp er komin. Til skoðunar að vinna neysluvatn úr sjó Íris segist undanfarna tvo daga hafa heyrt af allavega leiðum sem snúa að því að fá vatn til Eyja ef lögnin myndi gefa sig. „Í Vestmannaeyjum er ekkert vatn en hér er nóg af sjó. Hér eru sjóholur, borholur með sjó. Það er ýmislegt hægt að gera með sjóinn til þess að fá hann til að verða að vatni. Það eru að minnsta kosti tvær leiðir til, tæknilega.“ Staðan sem upp sé komin sé ástæða þess að barist hafi verið fyrir annarri leiðslu. Hvergi annarsstaðar á landinu væri lýst yfir hættustigi þó að vatnsleiðsla færi. „Þá ná menn bara í gröfurnar og laga hana. Þetta er það sem við erum búin að vera benda á, okkar er í sjó og ekki auðvelt að laga.“ Aðspurð um hvernig þetta ástand komi við íbúa Vestmannaeyja segir Íris að fólki finnist þetta óþægilegt, en sé samt rólegt. „Það er ekki annað hægt að segja en að við séum í miklum áskorunum þessa dagana. Við erum búin að vera horfa upp á hættustig annarsstaðar vegna náttúruhamfara og þetta er ekki góð tilfinning. En þetta eru ekki náttúruhamfarir, þetta er eitthvað sem við getum haft ákveðna stjórn á og er verið að vinna með. En þetta er ekki góð tilfinning.“ Þá segir Íris að verið væri að smíða áætlun til að fara eftir ef versta sviðsmyndin rættist og lögnin gæfi sig alveg. Sú áætlun yrði vonandi tilbúin um helgina. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Almannavarnir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hættustigi var lýst yfir þann 28. nóvember þegar ljóst var eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja væri mikið skemmd og mikil hætta væri á að hún rofnaði alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja sagði í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í morgun, að staðan væri svipuð og undanfarna daga. „Við erum tiltölulega ánægð með framvinduna á þeirri stöðu sem komin er upp. Víðir og hans fólk er hér í Eyjum að vinna að áætlunargerð og öðru sem tengist því hvernig við munum bregðast við.“ Lögnin sé mikið skemmd en geri þó enn gagn. Íris segir bæjarbúa í Vestmannaeyjum ekki verða varir við skemmdirnar. „En þetta vofir yfir. Þess vegna er hættustigið sett á. Því ef hún færi þá þarf að vera tilbúin með áætlanir. Það er það sem okkar góða fólk í Almannavörnum og okkar fólk hér er að vinna að.“ Tjáir sig ekki um atvikið Síðasta sumar var skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að ný vatnlögn yrði lögð til Vestmannaeyja og áætlað var að það yrði gert árið 2025. Nú er unnið hörðum höndum að því að flýta því verkefni. „Svona lögn, maður fer ekki út í búð og kaupir hana. Hún er sérframleidd í einu lagi, sérstyrkt, mörg lög, hún er framleidd beint í skip þannig allir gluggar þurfa að passa. Yfirleitt hefur það verið þannig að það er bara hægt að leggja þetta út á sumrin, en mér skilst að það séu einhver teikn á lofti um að það séu til einhver skip sem gætu gert þetta aðeins fyrr,“ segir Íris. Skemmdirnar urðu föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að líkur bendi til þess að Huginn hafi siglt með akkerið úti alla leið frá miðunum þar sem skipið var að veiðum í aðdraganda þessa. Þegar áhöfnin hafi orðið þess var að akkerið festist í botni í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn, hafi hún híft og reynt að losa akkerið með því að færa skipið til í stað þess að höggva þegar í stað á akkerisfestingarnar, sem þó var gert að lokum. En þá var skaðinn skeður. Íris segir málið í skoðun og hún ætli ekki að ræða atvikið áður en málsatvik liggi fyrir. Verið sé að framkvæma sjópróf og annað og það sem liggi nú á hennar borði sé að takast á við stöðuna sem upp er komin. Til skoðunar að vinna neysluvatn úr sjó Íris segist undanfarna tvo daga hafa heyrt af allavega leiðum sem snúa að því að fá vatn til Eyja ef lögnin myndi gefa sig. „Í Vestmannaeyjum er ekkert vatn en hér er nóg af sjó. Hér eru sjóholur, borholur með sjó. Það er ýmislegt hægt að gera með sjóinn til þess að fá hann til að verða að vatni. Það eru að minnsta kosti tvær leiðir til, tæknilega.“ Staðan sem upp sé komin sé ástæða þess að barist hafi verið fyrir annarri leiðslu. Hvergi annarsstaðar á landinu væri lýst yfir hættustigi þó að vatnsleiðsla færi. „Þá ná menn bara í gröfurnar og laga hana. Þetta er það sem við erum búin að vera benda á, okkar er í sjó og ekki auðvelt að laga.“ Aðspurð um hvernig þetta ástand komi við íbúa Vestmannaeyja segir Íris að fólki finnist þetta óþægilegt, en sé samt rólegt. „Það er ekki annað hægt að segja en að við séum í miklum áskorunum þessa dagana. Við erum búin að vera horfa upp á hættustig annarsstaðar vegna náttúruhamfara og þetta er ekki góð tilfinning. En þetta eru ekki náttúruhamfarir, þetta er eitthvað sem við getum haft ákveðna stjórn á og er verið að vinna með. En þetta er ekki góð tilfinning.“ Þá segir Íris að verið væri að smíða áætlun til að fara eftir ef versta sviðsmyndin rættist og lögnin gæfi sig alveg. Sú áætlun yrði vonandi tilbúin um helgina.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Almannavarnir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22
Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50