„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2023 19:15 Perla Ruth Albertsdóttir var valin besti leikmaður Íslands í dag af IHF. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta. Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu. Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu.
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira