Ævintýrið á Spáni breyttist í martröð Margrét Björk Jónsdóttir og Íris Hauksdóttir skrifa 3. desember 2023 10:01 María segir undanfarna mánuði á Spáni hafa verið lærdómsríka, erfiða, skemmtilega og á köflum afar undarlega. Þegar henni fannst óheppnin hafa elt sig á röndunum setti hún framkvæmdir á ís og ákvað að njóta augnabliksins. Hægt er að fylgjast með Maríu undir notendanafninu @paz.is á Instagram. Aðsend Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi. Fjölmargir fylgjendur matarbloggarans Maríu fylgdust með henni taka stökkið þegar hún keypti sér húsið Spáni. María, sem er þaulvöl framkvæmdum, sagði frá því í viðtali á Vísi í sumar að það hefði verið skrifað í skýin að hún keypti hús Gloriu frænku sinnar, þegar það var sett á sölu. Húsið þarfnaðist mikilla framkvæmda sem þó gengu ekki líkt og María hafði séð fyrir sér í upphafi. „Það hrundi á mig sex kílóa hamar af fullum krafti í upphafi framkvæmda og síðar meir átti eftir að skríða snákur út úr veggnum. Svo ég tali ekki um rotturnar og termítana sem eru erfið plága hér um slóðir,” segir María, sem var við það að bugast eftir þrotlausa vinnu og litla sem enga aðstoð. María segist hafa haldið að auðvelt yrði að fá vinnuafl úti en það hafi ekki reynst raunin. Í ljósi atvinnuleysis hefði hún haldið að slegist yrði um verkið. „Einnig hélt ég að þar sem ég er ættuð frá þorpinu og fjölskyldan mín hér í virðingum höfð, að þá myndu iðnaðarmenn sem eru búsettir í þorpinu vilja taka að sér verkið og gera það vel. Svona til að viðhalda góðu orðspori og af virðingu við fjölskyldu mína. Í þessu litla þorpi er nefnilega orðspor, heiður, frændsemi og virðing í hávegum höfð.” Staðreyndin sé hinsvegar sú að mikill skortur sé á iðnaðarmönnum og allt að þriggja ára bið eftir slíku vinnuafli. Þrjár vikur urðu að mörgum mánuðum María segir undanfarna mánuði á Spáni hafa verið lærdómsríka, erfiða, skemmtilega og á köflum afar undarlega. „Það er ansi margt búið að eiga sér stað á þessum tíma og ég upplifi veruna okkar hér meira eins og heilt ár fremur en fjóra mánuði.“ María ásamt dóttur sinni, Ölbu.Aðsend María tók yngstu börnin sín tvö með sér en hinn helmingur fjölskyldunnar hefur dvalið heima á Íslandi. Eiginmaðurinn hefur þó komið tvisvar í stutt stopp. „Í upphafi var aldrei planið að vera svona lengi og ég viðurkenni að það hefur alveg tekið á. Ég ætlaði bara að skreppa hingað í þrjár vikur með krakkana, klára kaupin og finna iðnaðarmenn í verkið. Stefnan var svo að snúa til baka þegar allt væri klárt. Eftir á að hyggja var það einföld hugsun.“ Sjálf hafa hjónin talsverða reynslu af framkvæmdum en vildu að þessu sinni kaupa menn í verkið. „Ef það hefði nú verið svo einfalt,“ segir María. „Hús hér á Spáni eru byggð á allt annan hátt en við þekkjum heima á Íslandi. Hér er aðallega notast við múrsteina, burðarsúlur, gifs og múr. Fyrir okkur leit þetta svo einfalt út, svolítið eins og að legókubba, og ætti nú ekki að taka langan tíma, né kosta neitt það mikinn pening. Vinnuafl hér er margfalt ódýrara en þekkist hjá iðnaðarmönnum heima og efniskostnaður einnig. Eflaust hefði þetta verið svona einfalt ef það hefðu fundist iðnaðarmenn í verkið, en það kom mér virkilega á óvart hversu erfitt það hefur verið, ég er ekki enn komin með menn í vinnu.“ Upplifði sig eins og lítið barn Þegar María áttaði sig á stöðunni ákvað hún að hefjast handa við verkið sjálf. Í byrjun þótti henni það lítið tiltökumál og reif niður veggi og loft, tók niður hurðar og fleira. Þegar líða fór á verkið og enn fundust engir iðnaðarmenn hætti henni að lítast á blikuna. María vílar ekki fyrir sér að ganga í öll verk enda þaulvöl hverskyns framkvæmdum.Aðsend Hún varð fljótt vör við að hún væri ekki tekin alvarlega, verandi kvenkyns í fyrsta lagi og talandi með erlendum hreim í öðru lagi. „Á þessu svæði er feðraveldið ennþá mjög ríkjandi. Konan er heima að elda og sjá um börnin, meðan karlinn vinnur úti fyrir tekjum. Það er svo sannalega ekki hlutverk kvenna hér að standa í framkvæmdum, og ég heyrði konurnar á torginu oft segjast láta karlana alveg um karlmannsverkin. Sem betur fer er yngri kynslóðin aðeins að afmá smátt og smátt þessa línu sem skilur á milli þessa kynjahlutverka.“ Þá sé þjónustulund sama og engin á því svæði sem María dvelur á á Spáni. Skrifræðið sé eins og frumskógur, stofnanir tali ekki saman og kaupferlið sjálft hafi verið mjög erfitt. „Það má segja að ég hafi upplifað mig svolítið eins og lítið barn sem þurfti að læra að ganga í þessum stóra heimi og að ég hafi dottið ansi oft á rassinn þar til ég lærði að standa í lappirnar, í þessari miljóna íbúa þjóð. Ég held að við áttum okkur oft ekki á því heima á Íslandi hversu gott við höfum það. Þar er allt mun einfaldara í sniðum og aðgengilegra og gerist allt á methraða, skiljanlega, þar sem við erum svo fá og flækjustigið minna.“ Elskuðu húsið þrátt fyrir ómögulegar aðstæður Snákurinn sem stökk út úr vegg í húsinu í miðjum framkvæmdum.Vísir Þegar ljóst var að dvölin myndi ílengjast ákvað María að flytja út frá frænku sinni þar sem hún hafði dvalið með börnin, og flytjast inn á efri hæð hússins sem hún var að gera upp. „Ég átti ekki svo mikið sem eina teskeið, hvað þá meira. Búin að rífa allt niður eins og eldhús og nú voru góð ráð dýr. En á hörkunni, með lausnir, þrautseigju og þrjósku í farteskinu, tókst mér að gera íbúð á efri hæðinni. Íbúðin var án eldhúsvasks með eina hellu og örbylgjuofn, engin kynding og dýnur á gólfinu þar sem við sofum. Við vorum hitavatnslaus í þrjár vikur með hrynjandi flísar af baðveggjunum, og einn rafmagnsofn sem við færðum á milli herbergja í ísköldu húsinu.“ En eins slæmt og þetta hljómar, þá er það ótrúlega við þetta allt, að við erum að elska þetta. Niðurlægjandi upplifun Eftir að heita vatnið komst á segir María að henni og börnunum hafi strax liðið vel í aðstæðum sem hafi verið ævintýri líkastar. Þetta sé svolítið eins og að vera í langri útilegu þar sem þau tengjast hvort öðru á nýjan máta. Börnin hafa þroskast, lært að bjarga sér og meta litlu hlutina í lífinu. Stórfjölskyldan á góðri stundu. Aðsend „Það er óhætt að segja að mér fannst í byrjun eins og það mætti mér ekkert nema mótlæti skilningsleysi , bjargarleysi og vantrú. Mér leið eins og að óheppnin elti mig hvað eftir annað. Eftir mánuð í framkvæmdum lenti ég í vinnuslysi, fékk fimm kílóa högghamar í andlitið af fullum krafti, var flutt með sjúkrabíl á spítala þar sem þetta leit verr út en sýndist. Þurfti bara nokkur spor í hökuna og auk þess sem ég var með brákað viðbein og laskað egó.“ Það stökk snákur úr vegg sem var verið að fella, það kom rotta hingað inn, og það versta var að allt var morandi í termítum, plága sem getur verið erfitt að eiga við og í allra verstu tilfellum skemmt burð húsa. María segir upplifunina hafa verið niðurlægjandi og henni hafi liðið líkt og hún væri orðið aðhlátursefni í litla þorpinu sínu sem var henni svo kært. En hægt og rólega fóru hlutirnir að þróast á betri veg. „Ég lærði betur inn á kerfið, kom mér betur inn í menninguna og samfélagið, og byggði upp í kringum mig upp stærra tengslanet.Þrátt fyrir allt sem hafði gengið á elskuðu börnin að vera hérna, í sólinni og frelsinu sem fylgir þorpinu. Hér leika krakkar frjáls út á götu eins og heima, en hér er nánast ekkert um glæpi og engin bílaumferð.“ María lenti í vinnuslysi í miðjum framkvæmdum þegar hún fékk sex kílóa högghamar í andlitið. Betur fór en á horfðist en hún hlaut þó nokkur spor í höku, brákað viðbein og laskað egó.Aðsend Úr varð að María ákvað að setja framkvæmdirnar á ís í óákveðinn tíma, til að slaka á og njóta með börnunum, kynnast þorpinu og menningunni. „Krakkarnir byrjuðu í skólanum hérna í þorpinu af miklum kjarki, nánast mállaus og þekktu fáa. Eftir spænska skóladaginn tók íslenska heimanámið við. Smátt og smátt aðlöguðumst við þorpinu meira og meira og fannst við falla betur inn, og mér hætti að líða eins og aðhlátursefni hérna. Börnin hafa eignast fullt af nýjum vinum, og eru hratt að læra tungumálið.“ Áherslurnar aðrar en á Íslandi Með tímanum segist María hafa farið að elska rólegheitin og hægaganginn sem hún þoldi ekki í byrjun. Henni varð ljóst að úti væru áherslurnar allt aðrar en heima á Íslandi. „Hér snýst lífið meira um að njóta, lifa, borða og eiga tíma með fjölskyldunni, og bara vera til í núinu. Eitthvað sem mér finnst við hafa misst sjónar á heima á Íslandi, þar sem hraðinn er svo mikill og markmiðið oft að vinna sem mest, til að þéna sem mest til að eignast sem mest.“ Mér finnst þessi þróun orðin svo skaðleg og lætur okkur missa sjónar á því sem virkilega skiptir máli, og mér finnst allt of mörgum líða orðið illa og glíma við vanmáttarkennd, þunglyndi og kvíða heima. María telur kröfurnar á Íslandi orðnar svo miklar að margir séu að bugast. Rólegheitin á Spáni hafi gert henni kleift að njóta með börnum sínum í nýjum takti. Aðsend „Það þurfa helst allir að vera í flottu jobbi, fara í ræktina, vera virkur félagslega, eiga fullkomið heimilli, fullkomin börn sem ganga í dýrum merkjafötum og stunda tíu íþróttir í einu fyrir utan skóla og heimanám. Líta vel út, borða hollt og vera fullkomið foreldri.“ Þrátt fyrir að hlutirnir hafi oft verið erfiðir þá segist María þakklát fyrir reynsluna. Hún mælir heilshugar með því að fólk víkki sjóndeildarhringinn sinn og prófi nýja hluti, stígi út fyrir þægindarammann og taki áhættu sem þessar ef það hefur tök og efni á. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að kynnast litla þorpinu mínu fallega, og hafa fengið að kynna það fyrir börnunum mínum tveimur, með öllum sínum göllum og kostum. María er þekkt fyrir einstaklega fallegan stíl og hefur tekist að gera heimilið á Spáni hlýlegt og heimilislegt.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Maria Gomez (@paz.is) Tímamót Íslendingar erlendis Hús og heimili Ferðalög Tengdar fréttir Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda. 26. nóvember 2021 10:31 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Fjölmargir fylgjendur matarbloggarans Maríu fylgdust með henni taka stökkið þegar hún keypti sér húsið Spáni. María, sem er þaulvöl framkvæmdum, sagði frá því í viðtali á Vísi í sumar að það hefði verið skrifað í skýin að hún keypti hús Gloriu frænku sinnar, þegar það var sett á sölu. Húsið þarfnaðist mikilla framkvæmda sem þó gengu ekki líkt og María hafði séð fyrir sér í upphafi. „Það hrundi á mig sex kílóa hamar af fullum krafti í upphafi framkvæmda og síðar meir átti eftir að skríða snákur út úr veggnum. Svo ég tali ekki um rotturnar og termítana sem eru erfið plága hér um slóðir,” segir María, sem var við það að bugast eftir þrotlausa vinnu og litla sem enga aðstoð. María segist hafa haldið að auðvelt yrði að fá vinnuafl úti en það hafi ekki reynst raunin. Í ljósi atvinnuleysis hefði hún haldið að slegist yrði um verkið. „Einnig hélt ég að þar sem ég er ættuð frá þorpinu og fjölskyldan mín hér í virðingum höfð, að þá myndu iðnaðarmenn sem eru búsettir í þorpinu vilja taka að sér verkið og gera það vel. Svona til að viðhalda góðu orðspori og af virðingu við fjölskyldu mína. Í þessu litla þorpi er nefnilega orðspor, heiður, frændsemi og virðing í hávegum höfð.” Staðreyndin sé hinsvegar sú að mikill skortur sé á iðnaðarmönnum og allt að þriggja ára bið eftir slíku vinnuafli. Þrjár vikur urðu að mörgum mánuðum María segir undanfarna mánuði á Spáni hafa verið lærdómsríka, erfiða, skemmtilega og á köflum afar undarlega. „Það er ansi margt búið að eiga sér stað á þessum tíma og ég upplifi veruna okkar hér meira eins og heilt ár fremur en fjóra mánuði.“ María ásamt dóttur sinni, Ölbu.Aðsend María tók yngstu börnin sín tvö með sér en hinn helmingur fjölskyldunnar hefur dvalið heima á Íslandi. Eiginmaðurinn hefur þó komið tvisvar í stutt stopp. „Í upphafi var aldrei planið að vera svona lengi og ég viðurkenni að það hefur alveg tekið á. Ég ætlaði bara að skreppa hingað í þrjár vikur með krakkana, klára kaupin og finna iðnaðarmenn í verkið. Stefnan var svo að snúa til baka þegar allt væri klárt. Eftir á að hyggja var það einföld hugsun.“ Sjálf hafa hjónin talsverða reynslu af framkvæmdum en vildu að þessu sinni kaupa menn í verkið. „Ef það hefði nú verið svo einfalt,“ segir María. „Hús hér á Spáni eru byggð á allt annan hátt en við þekkjum heima á Íslandi. Hér er aðallega notast við múrsteina, burðarsúlur, gifs og múr. Fyrir okkur leit þetta svo einfalt út, svolítið eins og að legókubba, og ætti nú ekki að taka langan tíma, né kosta neitt það mikinn pening. Vinnuafl hér er margfalt ódýrara en þekkist hjá iðnaðarmönnum heima og efniskostnaður einnig. Eflaust hefði þetta verið svona einfalt ef það hefðu fundist iðnaðarmenn í verkið, en það kom mér virkilega á óvart hversu erfitt það hefur verið, ég er ekki enn komin með menn í vinnu.“ Upplifði sig eins og lítið barn Þegar María áttaði sig á stöðunni ákvað hún að hefjast handa við verkið sjálf. Í byrjun þótti henni það lítið tiltökumál og reif niður veggi og loft, tók niður hurðar og fleira. Þegar líða fór á verkið og enn fundust engir iðnaðarmenn hætti henni að lítast á blikuna. María vílar ekki fyrir sér að ganga í öll verk enda þaulvöl hverskyns framkvæmdum.Aðsend Hún varð fljótt vör við að hún væri ekki tekin alvarlega, verandi kvenkyns í fyrsta lagi og talandi með erlendum hreim í öðru lagi. „Á þessu svæði er feðraveldið ennþá mjög ríkjandi. Konan er heima að elda og sjá um börnin, meðan karlinn vinnur úti fyrir tekjum. Það er svo sannalega ekki hlutverk kvenna hér að standa í framkvæmdum, og ég heyrði konurnar á torginu oft segjast láta karlana alveg um karlmannsverkin. Sem betur fer er yngri kynslóðin aðeins að afmá smátt og smátt þessa línu sem skilur á milli þessa kynjahlutverka.“ Þá sé þjónustulund sama og engin á því svæði sem María dvelur á á Spáni. Skrifræðið sé eins og frumskógur, stofnanir tali ekki saman og kaupferlið sjálft hafi verið mjög erfitt. „Það má segja að ég hafi upplifað mig svolítið eins og lítið barn sem þurfti að læra að ganga í þessum stóra heimi og að ég hafi dottið ansi oft á rassinn þar til ég lærði að standa í lappirnar, í þessari miljóna íbúa þjóð. Ég held að við áttum okkur oft ekki á því heima á Íslandi hversu gott við höfum það. Þar er allt mun einfaldara í sniðum og aðgengilegra og gerist allt á methraða, skiljanlega, þar sem við erum svo fá og flækjustigið minna.“ Elskuðu húsið þrátt fyrir ómögulegar aðstæður Snákurinn sem stökk út úr vegg í húsinu í miðjum framkvæmdum.Vísir Þegar ljóst var að dvölin myndi ílengjast ákvað María að flytja út frá frænku sinni þar sem hún hafði dvalið með börnin, og flytjast inn á efri hæð hússins sem hún var að gera upp. „Ég átti ekki svo mikið sem eina teskeið, hvað þá meira. Búin að rífa allt niður eins og eldhús og nú voru góð ráð dýr. En á hörkunni, með lausnir, þrautseigju og þrjósku í farteskinu, tókst mér að gera íbúð á efri hæðinni. Íbúðin var án eldhúsvasks með eina hellu og örbylgjuofn, engin kynding og dýnur á gólfinu þar sem við sofum. Við vorum hitavatnslaus í þrjár vikur með hrynjandi flísar af baðveggjunum, og einn rafmagnsofn sem við færðum á milli herbergja í ísköldu húsinu.“ En eins slæmt og þetta hljómar, þá er það ótrúlega við þetta allt, að við erum að elska þetta. Niðurlægjandi upplifun Eftir að heita vatnið komst á segir María að henni og börnunum hafi strax liðið vel í aðstæðum sem hafi verið ævintýri líkastar. Þetta sé svolítið eins og að vera í langri útilegu þar sem þau tengjast hvort öðru á nýjan máta. Börnin hafa þroskast, lært að bjarga sér og meta litlu hlutina í lífinu. Stórfjölskyldan á góðri stundu. Aðsend „Það er óhætt að segja að mér fannst í byrjun eins og það mætti mér ekkert nema mótlæti skilningsleysi , bjargarleysi og vantrú. Mér leið eins og að óheppnin elti mig hvað eftir annað. Eftir mánuð í framkvæmdum lenti ég í vinnuslysi, fékk fimm kílóa högghamar í andlitið af fullum krafti, var flutt með sjúkrabíl á spítala þar sem þetta leit verr út en sýndist. Þurfti bara nokkur spor í hökuna og auk þess sem ég var með brákað viðbein og laskað egó.“ Það stökk snákur úr vegg sem var verið að fella, það kom rotta hingað inn, og það versta var að allt var morandi í termítum, plága sem getur verið erfitt að eiga við og í allra verstu tilfellum skemmt burð húsa. María segir upplifunina hafa verið niðurlægjandi og henni hafi liðið líkt og hún væri orðið aðhlátursefni í litla þorpinu sínu sem var henni svo kært. En hægt og rólega fóru hlutirnir að þróast á betri veg. „Ég lærði betur inn á kerfið, kom mér betur inn í menninguna og samfélagið, og byggði upp í kringum mig upp stærra tengslanet.Þrátt fyrir allt sem hafði gengið á elskuðu börnin að vera hérna, í sólinni og frelsinu sem fylgir þorpinu. Hér leika krakkar frjáls út á götu eins og heima, en hér er nánast ekkert um glæpi og engin bílaumferð.“ María lenti í vinnuslysi í miðjum framkvæmdum þegar hún fékk sex kílóa högghamar í andlitið. Betur fór en á horfðist en hún hlaut þó nokkur spor í höku, brákað viðbein og laskað egó.Aðsend Úr varð að María ákvað að setja framkvæmdirnar á ís í óákveðinn tíma, til að slaka á og njóta með börnunum, kynnast þorpinu og menningunni. „Krakkarnir byrjuðu í skólanum hérna í þorpinu af miklum kjarki, nánast mállaus og þekktu fáa. Eftir spænska skóladaginn tók íslenska heimanámið við. Smátt og smátt aðlöguðumst við þorpinu meira og meira og fannst við falla betur inn, og mér hætti að líða eins og aðhlátursefni hérna. Börnin hafa eignast fullt af nýjum vinum, og eru hratt að læra tungumálið.“ Áherslurnar aðrar en á Íslandi Með tímanum segist María hafa farið að elska rólegheitin og hægaganginn sem hún þoldi ekki í byrjun. Henni varð ljóst að úti væru áherslurnar allt aðrar en heima á Íslandi. „Hér snýst lífið meira um að njóta, lifa, borða og eiga tíma með fjölskyldunni, og bara vera til í núinu. Eitthvað sem mér finnst við hafa misst sjónar á heima á Íslandi, þar sem hraðinn er svo mikill og markmiðið oft að vinna sem mest, til að þéna sem mest til að eignast sem mest.“ Mér finnst þessi þróun orðin svo skaðleg og lætur okkur missa sjónar á því sem virkilega skiptir máli, og mér finnst allt of mörgum líða orðið illa og glíma við vanmáttarkennd, þunglyndi og kvíða heima. María telur kröfurnar á Íslandi orðnar svo miklar að margir séu að bugast. Rólegheitin á Spáni hafi gert henni kleift að njóta með börnum sínum í nýjum takti. Aðsend „Það þurfa helst allir að vera í flottu jobbi, fara í ræktina, vera virkur félagslega, eiga fullkomið heimilli, fullkomin börn sem ganga í dýrum merkjafötum og stunda tíu íþróttir í einu fyrir utan skóla og heimanám. Líta vel út, borða hollt og vera fullkomið foreldri.“ Þrátt fyrir að hlutirnir hafi oft verið erfiðir þá segist María þakklát fyrir reynsluna. Hún mælir heilshugar með því að fólk víkki sjóndeildarhringinn sinn og prófi nýja hluti, stígi út fyrir þægindarammann og taki áhættu sem þessar ef það hefur tök og efni á. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að kynnast litla þorpinu mínu fallega, og hafa fengið að kynna það fyrir börnunum mínum tveimur, með öllum sínum göllum og kostum. María er þekkt fyrir einstaklega fallegan stíl og hefur tekist að gera heimilið á Spáni hlýlegt og heimilislegt.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Maria Gomez (@paz.is)
Tímamót Íslendingar erlendis Hús og heimili Ferðalög Tengdar fréttir Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda. 26. nóvember 2021 10:31 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda. 26. nóvember 2021 10:31