Handbolti

Kýldi Rúnar og var rekinn af velli

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Kárason skoraði fimm marka Fram í stórsigrinum gegn Haukum í gær. Hann fékk þungt högg í leiknum.
Rúnar Kárason skoraði fimm marka Fram í stórsigrinum gegn Haukum í gær. Hann fékk þungt högg í leiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ljótt atvik átti sér stað í leik Hauka og Fram í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi sem varð til þess að leikmanni Hauka var vísað af leikvelli.

Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka fékk Haukamaðurinn Úlfur Gunnar Kjartansson að líta rauða spjaldið. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virtist hann kýla Rúnar Kárason, stórskyttu Framara, í brjóstkassann.

„Ég verð að segja að þetta kemur mér ekki á óvart, það er mikill pirringur í Hauka-liðinu og nú virtist Úlfur vera að taka út einhvern pirring,“ skrifaði Dagur Lárusson í textalýsingu á Vísi frá leiknum.

Þegar þarna var komið við sögu höfðu Framarar þegar náð tíu marka forskoti, 28-18, og þeir unnu að lokum afar öruggan sigur, 33-23, eftir að hafa verið 20-11 yfir í hálfleik. Þetta var fjórða tap Hauka í röð.

Haukar misstu þar með af möguleika á að fara upp fyrir Framara sem eru í 5. sæti með 13 stig. Haukar eru jafnir KA í 6.-7. sæti með 10 stig.

Rúnar Kárason fann vel fyrir högginu og lagðist niður.Facebook/@Handkastið

Það ætti að skýrast eftir fund aganefndar HSÍ næsta þriðjudag hvort og þá hve langt leikbann Úlfur Gunnar fær fyrir brot sitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×