„Þetta er vond stjórnsýsla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. desember 2023 20:30 Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar og Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun. Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun.
Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent