Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 15:31 Adam Johnson var minnst fyrir íþróttakappaleiki víða um England þar á meðal fyrir leik Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Matthew Ashton Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik. Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota. Íshokkí Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota.
Íshokkí Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira