Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 07:41 Pep Guardiola skaut aðeins á Jamie Carragher og fékk skot til baka. EPA/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira