Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi var kynnt í morgun. Vísir/Vilhelm Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira