Ákæruvaldið furðar sig á því að samræði við barn sé ekki talið nauðgun Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 13:55 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um nauðgun þrátt fyrir að sannað væri að hann hefði haft samræði við þrettán ára stúlku. Hann var sakfelldur fyrir brot samkvæmt öðru ákvæði hegningarlaga um bann við samræði við börn. 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í febrúar árið 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku sem þá var 13 ára, en hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Ákæruvaldið heimfærði háttsemi mannsins annars vegar undir ákvæði almennra hegningarlaga sem varðar nauðgun og hins vegar ákvæði um samræði við barn undir fimmtán ára aldri. Stúlkan talin hafa veitt samþykki Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hafi þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákvæði sem leggur áherslu á samþykki feli líka í sér kröfu um nauðung Í rökstuðningi dómara segir að af frumvarpi til breytinga á nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 2018 verði ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi ákvæðisins að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti,“ segir í 194. grein almennra hegningarlaga eftir lagabreytinguna. Í frumvarpi um breytinguna segir að með því hafi verið lagt til að ákvæðinu yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þrettán ára börn geti ekki veitt samþykki Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms sé alls ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún segir að embætti hennar hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það sé á borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá segir hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, sé í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hafi þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki sé sakfellt fyrir bæði brot. Athugasemd ritstjórnar Karlmaðurinn er ekki nafngreindur í frétt Vísis til að gæta að hagsmunum brotaþola í málinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í febrúar árið 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku sem þá var 13 ára, en hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Ákæruvaldið heimfærði háttsemi mannsins annars vegar undir ákvæði almennra hegningarlaga sem varðar nauðgun og hins vegar ákvæði um samræði við barn undir fimmtán ára aldri. Stúlkan talin hafa veitt samþykki Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hafi þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákvæði sem leggur áherslu á samþykki feli líka í sér kröfu um nauðung Í rökstuðningi dómara segir að af frumvarpi til breytinga á nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 2018 verði ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi ákvæðisins að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti,“ segir í 194. grein almennra hegningarlaga eftir lagabreytinguna. Í frumvarpi um breytinguna segir að með því hafi verið lagt til að ákvæðinu yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þrettán ára börn geti ekki veitt samþykki Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms sé alls ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún segir að embætti hennar hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það sé á borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá segir hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, sé í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hafi þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki sé sakfellt fyrir bæði brot. Athugasemd ritstjórnar Karlmaðurinn er ekki nafngreindur í frétt Vísis til að gæta að hagsmunum brotaþola í málinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira