Vilja hækka olíuverð Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2023 18:31 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, í Riyadh í gær. AP/Alexei Nikolsky Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik. Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári. Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári.
Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira