Evrópuferðalagið í leka húsbílnum endar við Reykjavíkurtjörn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Félagarnir pössuðu sig á því að njóta á milli tónleika. Strákarnir í rokkhljómsveitinni Vintage Caravan leggja í kvöld lokahnykkinn á Evrópuferðalag sitt, á tónleikum í Iðnó. Óskar Logi Ágústsson segir að líklega muni hann leggjast í dá að kvöldinu loknu en segist spenntur fyrir því að fara loksins á svið fyrir íslenska áhorfendur. „Okkur fannst ekki alveg nógu mikið að spila á 23 tónleikum á einum mánuði, þannig að við urðum hreinlega að lengja þetta og enda þetta með stæl hérna heima,“ segir Óskar Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa strákarnir í Vintage Caravan varla verið heima við á Íslandi þetta árið. Sveitin spilaði meðal annars á tónleiakferðalagi í Suður Ameríku fyrr á árinu. Óskar segir sveitina því eðli málsins samkvæmt spennta að ljúka Monuments tónleikaferðalaginu en íslenska rokksveitin Volcanova mun hita upp í kvöld líkt og undanfarinn mánuð. Ferðuðust á milli í lekum húsbíl Óskar segir Evrópuferðalagið hafa gengið vel. Sveitin hafi byrjað í Frankfurt í Þýskalandi og farið á milli mismunandi borga með húsbíl sem sofið var í ásamt hljómsveitarmeðlimum Volcanova. „Maður sofnaði bara í einni borg og svo vaknaði maður í annarri. Það voru níu kojur í þessu, þetta var ágætt og leit svolítið að utan frá eins og við værum bara í einhverri útileigu. Þetta var ekki lúxus líf en húsbíllinn gerði sitt gagn, þó hann hafi vissulega lekið.“ Lak bíllinn? „Já glugginn hjá Stefáni ákvað eitthvað kvöldið að gefa sig bara og hann vaknaði upp í rigningarblautu rúmi,“ segir Óskar hlæjandi og á þar við Stefán Ara Stefánsson, trommuleikara sveitarinnar. „Svo fannst mygla í einhverju rúminu. Þannig að þetta var ekki fullkominn ferðamáti en þessu var öllu saman kippt í lag.“ Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis. Voru engar uppákomu í þetta sinn? „Heyrðu, nei, tónleikarnir gengu bara allir mjög vel og það voru allir mjög almennilegir,“ segir Óskar léttur í bragði. Hann segist þó hlakka til að binda enda á tónleikaferðalagið í Iðnó í kvöld. Óskar segist stefna á að fara beint upp í sumarbústað til að hlaða rafhlöðurnar. „Ég ætla að reyna að taka það rólega. Ef ég þekki mig rétt þá fer hausinn samt bara beint í næsta verkefni og það eru Led Zeppelin tónleikarnir í Eldborg í febrúar,“ segir Óskar sem segist gríðarlega spenntur fyrir því verkefni. Óskar segir aðdáendur sveitarinnar hafa hegðað sér með prýði. Sjálfur var hann nýverið í viðtali í frægasta gítarblaði veraldar, Guitar World. Hann segir skemmtilegt að hafa fengið að ræða gítarleikinn sinn loksins á opinberum vettvangi. „Þetta er blað sem ég las alltaf sem krakki, þannig það var gríðarlegur heiður að fá að birtast þar. Ég var spurður út í allar gæjurnar mínar, hvernig ég hugsa gítarleik og svona. Þetta var skemmtilega öðruvísi og mikill nördaskapur. Maður hefur lært það fyrir löngu síðan að maður er ekkert að henda þessum atriðum í fólk. Maður er ekkert: „Á ég að segja þér hvernig lampar eru í magnaranum mínum?“ Óskar og félagar í Vintage Caravan ræddu tónleikaferðalagið í Suður-Ameríku í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir komu heim í september síðastliðnum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Okkur fannst ekki alveg nógu mikið að spila á 23 tónleikum á einum mánuði, þannig að við urðum hreinlega að lengja þetta og enda þetta með stæl hérna heima,“ segir Óskar Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa strákarnir í Vintage Caravan varla verið heima við á Íslandi þetta árið. Sveitin spilaði meðal annars á tónleiakferðalagi í Suður Ameríku fyrr á árinu. Óskar segir sveitina því eðli málsins samkvæmt spennta að ljúka Monuments tónleikaferðalaginu en íslenska rokksveitin Volcanova mun hita upp í kvöld líkt og undanfarinn mánuð. Ferðuðust á milli í lekum húsbíl Óskar segir Evrópuferðalagið hafa gengið vel. Sveitin hafi byrjað í Frankfurt í Þýskalandi og farið á milli mismunandi borga með húsbíl sem sofið var í ásamt hljómsveitarmeðlimum Volcanova. „Maður sofnaði bara í einni borg og svo vaknaði maður í annarri. Það voru níu kojur í þessu, þetta var ágætt og leit svolítið að utan frá eins og við værum bara í einhverri útileigu. Þetta var ekki lúxus líf en húsbíllinn gerði sitt gagn, þó hann hafi vissulega lekið.“ Lak bíllinn? „Já glugginn hjá Stefáni ákvað eitthvað kvöldið að gefa sig bara og hann vaknaði upp í rigningarblautu rúmi,“ segir Óskar hlæjandi og á þar við Stefán Ara Stefánsson, trommuleikara sveitarinnar. „Svo fannst mygla í einhverju rúminu. Þannig að þetta var ekki fullkominn ferðamáti en þessu var öllu saman kippt í lag.“ Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis. Voru engar uppákomu í þetta sinn? „Heyrðu, nei, tónleikarnir gengu bara allir mjög vel og það voru allir mjög almennilegir,“ segir Óskar léttur í bragði. Hann segist þó hlakka til að binda enda á tónleikaferðalagið í Iðnó í kvöld. Óskar segist stefna á að fara beint upp í sumarbústað til að hlaða rafhlöðurnar. „Ég ætla að reyna að taka það rólega. Ef ég þekki mig rétt þá fer hausinn samt bara beint í næsta verkefni og það eru Led Zeppelin tónleikarnir í Eldborg í febrúar,“ segir Óskar sem segist gríðarlega spenntur fyrir því verkefni. Óskar segir aðdáendur sveitarinnar hafa hegðað sér með prýði. Sjálfur var hann nýverið í viðtali í frægasta gítarblaði veraldar, Guitar World. Hann segir skemmtilegt að hafa fengið að ræða gítarleikinn sinn loksins á opinberum vettvangi. „Þetta er blað sem ég las alltaf sem krakki, þannig það var gríðarlegur heiður að fá að birtast þar. Ég var spurður út í allar gæjurnar mínar, hvernig ég hugsa gítarleik og svona. Þetta var skemmtilega öðruvísi og mikill nördaskapur. Maður hefur lært það fyrir löngu síðan að maður er ekkert að henda þessum atriðum í fólk. Maður er ekkert: „Á ég að segja þér hvernig lampar eru í magnaranum mínum?“ Óskar og félagar í Vintage Caravan ræddu tónleikaferðalagið í Suður-Ameríku í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir komu heim í september síðastliðnum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira