Klámplága og kynferðislegt ofbeldi tröllríður Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2023 15:12 Hildu Jönu varð illa brugðið þegar hún fór í saumana á nýrri rannsókn sem leiðir í ljós að mikill fjöldi stúlkna í 10. bekk kannist við það sem kalla má kynferðisleg áreitni og jafnvel ofbeldi. vísir/vilhelm Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar. Hilda Jana lagðist yfir rannsóknina og henni var brugðið þegar henni varð ljóst hversu illa unglingar á Akureyri eru að koma út úr rannsókninni. Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem HÍ annaðist fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið: Að safna gögnum um velferð og viðhorf barna. Rannsóknin leiðir í ljós slæma stöðu í málaflokknum. „Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana í grein sem hún birtir á Akureyri.net. Hildu Jönu er brugðið. Hún bendir á að ef önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14 prósent. „Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis þá er um nauðgun að ræða.“ Bæjarfulltrúinn heldur áfram að rekja niðurstöður sem sjá má í rannsókninni. 22 prósent stúlkna 10. bekkjar grunnskóla Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur sem er að minnsta kosti fimm árum eldri eða fullorðinn hafi káfað á þeim. Til samanburðar eru þessar tölur 17 prósent ef litið er til annarra landsvæða. „Þá segjast 12% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 7% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum,“ skrifar Hilda Jana. Þá segjast 64 prósent stúlkna í grunnskólum Akureyrarbæjar að þær hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir. Hilda Jana ætlar að taka málið upp í bæjarstjórn. Kynferðisofbeldi Akureyri Klám Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Hilda Jana lagðist yfir rannsóknina og henni var brugðið þegar henni varð ljóst hversu illa unglingar á Akureyri eru að koma út úr rannsókninni. Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem HÍ annaðist fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið: Að safna gögnum um velferð og viðhorf barna. Rannsóknin leiðir í ljós slæma stöðu í málaflokknum. „Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana í grein sem hún birtir á Akureyri.net. Hildu Jönu er brugðið. Hún bendir á að ef önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14 prósent. „Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis þá er um nauðgun að ræða.“ Bæjarfulltrúinn heldur áfram að rekja niðurstöður sem sjá má í rannsókninni. 22 prósent stúlkna 10. bekkjar grunnskóla Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur sem er að minnsta kosti fimm árum eldri eða fullorðinn hafi káfað á þeim. Til samanburðar eru þessar tölur 17 prósent ef litið er til annarra landsvæða. „Þá segjast 12% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 7% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum,“ skrifar Hilda Jana. Þá segjast 64 prósent stúlkna í grunnskólum Akureyrarbæjar að þær hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir. Hilda Jana ætlar að taka málið upp í bæjarstjórn.
Kynferðisofbeldi Akureyri Klám Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira