Enski boltinn

Botn­lið Sheffi­eld með ó­væntan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chris Wilder elskar þrjú stig.
Chris Wilder elskar þrjú stig. Michael Regan/Getty Images

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United, vann óvæntan 1-0 sigur á Brentford í dag. Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton & Hove Albion á útivelli og sömu sögu er að segja af Úlfunum og Nottingham Forest.

Chris Wilder tók við stjórn Sheffield á dögunum og eftir tap gegn Liverpool þá stýrði hann liðinu frá Stálborginni til sigurs í dag. Eina mark leiks Sheffield og Brentford skoraði lánsmaðurinn James McAtee eftir undirbúning Gustavo Hamer undir lok fyrri hálfleiks.

Lokatölur 1-0 og Sheffield áfram á botni deildarinnar en nú með 8 stig líkt og Burnley. Brentford er í 11. sæti með 19 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem náði óvænt í stig gegn Brighton. Ungstirnið Wilson Odobert kom Burnley yfir í fyrri hálfleik en Simon Adingra jafnaði metin fyrir heimamenn í þeim síðari. Jóhann Berg spilaði 58 mínútur.

Að lokum gerðu Úlfarnir og Forest 1-1 jafntefli. Harry Toffolo kom gestunum yfir en Matheus Cunha jafnaði fyrir Úlfana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×