Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 22:43 Fjórtán ára Selfyssingur hneig niður eftir að hafa drukkið tvær flöskur af koffíni sem hann keypti í Krambúðinni. Krambúðin Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Selfyssingurinn Magga Stína birti færslu á Facebook-hópnum Íbúar á Selfossi í kvöld þar sem hún segir frá þessum leiðinlega atburði. Magga Stína segir vanta eftirlit á sjálfsafgreiðslukössnum.Facebook „Þessir blessuðu sjálfsafgreiðslukassar geta verið ágætir og sérstaklega í asanum á þessum árstíma en eitt sem mér finnst vera vandamál og það eru börnin sem geta verslað sjálf og þá hvað sem er eins og óæskilega drykki,“ skrifar hún í færslunni. „Sonur minn lenti upp á sjúkrahúsi með sjúkrabíl þar sem hann hafði verið að drekka orkudrykki en hann náði ekki að koma heim og hneig niður á miðri leið og hringdi sjálfur á sjúkrabíl,“ skrifar hún. „Þetta er bara ungt fólk sem er að fylgjast með þessum sjálfsafgreiðslukössum og pæla ekkert í þessu. En þetta getur verið varasamt og ætti að hafa strangara eftirlit með þessu svo svona lagað gerist ekki eins og sjálfsagður hlutur,“ skrifaði hún að lokum. Fann að það var eitthvað að og hringdi á sjúkrabíl Í samtali við Vísi sagðist Magga Stína aðallega hafa birt færsluna til að vekja athygli á eftirlitsleysi með sjálfsafgreiðslukössum. „Það er svo mikið af ungu fólki sem vinnur þarna og það geta börn labbað þarna í gegn með hvað sem er, eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir börn,“ sagði hún. Sonur Möggu Stínu er fjórtán ára og segir hún að hann hafi drukkið tvær flöskur af Mountain Dew úr Krambúðinni áður en hann hneig niður á leiðinni heim. „Hann fann að það var eitthvað að og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Við kenndum honum að hringja í neyðarlínuna þegar hann var þriggja ára af því maður veit aldrei,“ segir Magga. Hvernig líður honum núna? „Hann er núna kominn heim og er bara stabíll þannig hann slapp vel,“ segir Magga. Gosdrykkur með miklu koffíni Mountain Dew er almennt skilgreindur sem gosdrykkur en er þó með óvenjuhátt koffínmagn eða 77 millígrömm í 500 millílítrum. Mountain Dew hefur lengi verið vinsæll drykkur hjá börnum og ungmennum enda mikill sykur og koffín í drykknum. Það er töluvert hærra magn en í drykkjum á borð við Pepsi og Coke sem eru með 50 millígrömm af koffíni. Þá er það aðeins lægra magn en í orkudrykkjum á borð við Nocco og Collab sem eru með 105 millígrömm af koffíni. Magga Stína segir að börn þoli svona drykki auðvitað mun verr en fullorðnir og það geti jafnvel verið lífshættulegt. Alltof auðvelt fyrir börn að kaupa orkudrykki Magga Stína segist hafa fengið ágætis viðbrögð við færslu sinni. Margir séu henni sammála um að það skorti eftirlit með sjálfsafgreiðslukössunum. Flestir sem hún hefur talað við telij þó að það sé ekki hægt að bæta kerfið. „Ég vildi líka benda foreldrum á að tala við börnin sín. Þetta er viðkvæmur aldur og þau vilja vera eins og hin fullorðnu,“ segir Magga. Þá segist Magga sjá alltof mikið af börnum með orkudrykki. „Það er eins og það sé ekkert mál að kaupa þetta. En svo tekur maður eftir því að þegar börn fara á kassa þá eru þau stoppuð,“ segir hún. Eftirlitið á sjálfsafgreiðslukössunum sé því að hennar sögn greinilega lítið sem ekkert. Gosdrykkir Orkudrykkir Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Sjá meira
Selfyssingurinn Magga Stína birti færslu á Facebook-hópnum Íbúar á Selfossi í kvöld þar sem hún segir frá þessum leiðinlega atburði. Magga Stína segir vanta eftirlit á sjálfsafgreiðslukössnum.Facebook „Þessir blessuðu sjálfsafgreiðslukassar geta verið ágætir og sérstaklega í asanum á þessum árstíma en eitt sem mér finnst vera vandamál og það eru börnin sem geta verslað sjálf og þá hvað sem er eins og óæskilega drykki,“ skrifar hún í færslunni. „Sonur minn lenti upp á sjúkrahúsi með sjúkrabíl þar sem hann hafði verið að drekka orkudrykki en hann náði ekki að koma heim og hneig niður á miðri leið og hringdi sjálfur á sjúkrabíl,“ skrifar hún. „Þetta er bara ungt fólk sem er að fylgjast með þessum sjálfsafgreiðslukössum og pæla ekkert í þessu. En þetta getur verið varasamt og ætti að hafa strangara eftirlit með þessu svo svona lagað gerist ekki eins og sjálfsagður hlutur,“ skrifaði hún að lokum. Fann að það var eitthvað að og hringdi á sjúkrabíl Í samtali við Vísi sagðist Magga Stína aðallega hafa birt færsluna til að vekja athygli á eftirlitsleysi með sjálfsafgreiðslukössum. „Það er svo mikið af ungu fólki sem vinnur þarna og það geta börn labbað þarna í gegn með hvað sem er, eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir börn,“ sagði hún. Sonur Möggu Stínu er fjórtán ára og segir hún að hann hafi drukkið tvær flöskur af Mountain Dew úr Krambúðinni áður en hann hneig niður á leiðinni heim. „Hann fann að það var eitthvað að og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Við kenndum honum að hringja í neyðarlínuna þegar hann var þriggja ára af því maður veit aldrei,“ segir Magga. Hvernig líður honum núna? „Hann er núna kominn heim og er bara stabíll þannig hann slapp vel,“ segir Magga. Gosdrykkur með miklu koffíni Mountain Dew er almennt skilgreindur sem gosdrykkur en er þó með óvenjuhátt koffínmagn eða 77 millígrömm í 500 millílítrum. Mountain Dew hefur lengi verið vinsæll drykkur hjá börnum og ungmennum enda mikill sykur og koffín í drykknum. Það er töluvert hærra magn en í drykkjum á borð við Pepsi og Coke sem eru með 50 millígrömm af koffíni. Þá er það aðeins lægra magn en í orkudrykkjum á borð við Nocco og Collab sem eru með 105 millígrömm af koffíni. Magga Stína segir að börn þoli svona drykki auðvitað mun verr en fullorðnir og það geti jafnvel verið lífshættulegt. Alltof auðvelt fyrir börn að kaupa orkudrykki Magga Stína segist hafa fengið ágætis viðbrögð við færslu sinni. Margir séu henni sammála um að það skorti eftirlit með sjálfsafgreiðslukössunum. Flestir sem hún hefur talað við telij þó að það sé ekki hægt að bæta kerfið. „Ég vildi líka benda foreldrum á að tala við börnin sín. Þetta er viðkvæmur aldur og þau vilja vera eins og hin fullorðnu,“ segir Magga. Þá segist Magga sjá alltof mikið af börnum með orkudrykki. „Það er eins og það sé ekkert mál að kaupa þetta. En svo tekur maður eftir því að þegar börn fara á kassa þá eru þau stoppuð,“ segir hún. Eftirlitið á sjálfsafgreiðslukössunum sé því að hennar sögn greinilega lítið sem ekkert.
Gosdrykkir Orkudrykkir Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Sjá meira