Leikur Danmerkur og Þýskalands var upp á toppsætið en Þjóðverjum dugði jafntefli fyrir leik kvöldsins. Það var þó víst að bæði lið væru komin áfram í 8-liða úrslit og mögulega hafði það áhrif, lokatölur 30-28 Danmörku í vil.
Emma Cecilie Uhrskov Friis var markahæst hjá Dönum með sjö mörk. Emily Bölk skoraði fimm fyrir Þýskaland.
Lokastaðan í milliriðli III er því þannig að Danmörk og Þýskaland eru í efstu tveimur sætunum með 8 stig og fara áfram í 8-liða úrslit HM. Rúmenía, Pólland, Japan og Serbía koma þar á eftir.
Svíþjóð lagði Svartfjallaland örugglega, 32-25, og vinnur því milliriðil I með fullt hús stiga.
Svíþjóð endar með 10 stig en Ungverjaland kemst einnig áfram í 8-liða úrslit. Þar á eftir koma Svartfjallaland, Króatía, Senegal og Kamerún.