Aðeins eru nokkrir dagar síðan Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu þannig í veg fyrir að svipuð ályktun næði fram að ganga þar.
Engin þjóð hefur hinsvegar neitunarvald á Allsherjarþinginu en ólíkt öryggisráðinu eru ályktanir þess ekki bindandi. Þær hafa þó því hlutverki að gegna að þar kemur vilji allra þjóða heimsins skýrt fram í málum. öryggisráðinu hefur sex sinnum mistekist að koma í gegn ályktun um vopnahlé frá því átökin hófust.
Allsherjarþingið samþykkti þó í lok október ályktun Jórdaníu um tafarlaust vopnahlé á svæðinu. 120 ríki greiddu atkvæði með þeirri ályktun og aðeins fjórtán voru á móti. Ísland var hinsvegar þá í hópi 45 ríkja sem sátu hjá.
Bjarni tjáði fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að nokkuð góð samstaða hafa myndast milli Norðurlandaríkjanna og fleiri ríkja um að styðuja tillöguna og mögulega verða meðflytjendur.
Fréttin er í vinnslu.