Orri og félagar í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar 12. desember 2023 22:00 FC Kaupmannahöfn er á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mateusz Slodkowski/Getty Images Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Orri hóf leik á bekknum og sat sem fastast þar til leiksloka. Lukas Lerager skoarði eina mark leiksins þegar hann kom Kaupmannahafnarliðinu yfir á 58. mínútu. Lerager kom félögum sínum þó í smá vesen undir lok leiks þegar hann nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt. Tyrknesku gestirnir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn og 1-0 sigur FCK því staðreynd. FCK hafnar því í öðru sæti A-riðils með átta stig, átta stigum minna en Bayern München sem sigraði riðilinn. Galatasaray er hins vegar á leið í Evrópudeildina eftir að hafa hafnað í þriðja sæti með fimm stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Orri hóf leik á bekknum og sat sem fastast þar til leiksloka. Lukas Lerager skoarði eina mark leiksins þegar hann kom Kaupmannahafnarliðinu yfir á 58. mínútu. Lerager kom félögum sínum þó í smá vesen undir lok leiks þegar hann nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt. Tyrknesku gestirnir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn og 1-0 sigur FCK því staðreynd. FCK hafnar því í öðru sæti A-riðils með átta stig, átta stigum minna en Bayern München sem sigraði riðilinn. Galatasaray er hins vegar á leið í Evrópudeildina eftir að hafa hafnað í þriðja sæti með fimm stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti