Djúp lægð nálgast og gular viðvaranir taka gildi Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 06:57 Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi á norðvestan-, vestan og sunnanverðu landinu næstu nótt. Vísir/Vilhelm Djúp lægð er nú stödd skammt austur af Hvarfi og hún nálgast landið í dag. Lægðin beinir til landsins hlýrri suðlægri átt, allhvössum vindi eða strekkingi og talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en vætu með köflum á norðausturhluta landsins. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi á norðvestan-, vestan og sunnanverðu landinu næstu nótt vegna þar sem hvassviðrisins og dimmra élja. Viðvaranirnar gilda fram á föstudagsmorgun. Á vef Veðurstofunnar segir að hiti á landinu í dag verði yfirleitt á bilinu fjögur til tíu stig. Veðurstofan „Hægari vindur í kvöld og það kólnar með skúrum eða slydduéljum, en eftir miðnætti hvessir sunnantil á landinu. Ákveðin suðvestanátt og éljagangur á morgun, yfirleitt allhvass eða hvass vindur en það getur slegið í storm á meðan éljahryðjurnar ganga yfir. Það verður þó þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti í kringum frostmark. Á föstudag er svo útlit fyrir áframhaldandi stífa suðvestanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu með köflum víða um land,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur, hvassast í éljahryðjum. Yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Suðvestan og sunnan 13-20 og rigning eða snjókoma með köflum. Hiti 0 til 6 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn og kólnar vestanlands með éljum. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki. Á sunnudag: Suðlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en rigning sunnantil fram eftir degi. Hiti um eða yfir frostmarki. Á mánudag: Vestan- og norðvestanátt og allvíða líkur á éljum. Frost 0 til 6 stig. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og hlýnar með rigningu um landið vestanvert. Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi á norðvestan-, vestan og sunnanverðu landinu næstu nótt vegna þar sem hvassviðrisins og dimmra élja. Viðvaranirnar gilda fram á föstudagsmorgun. Á vef Veðurstofunnar segir að hiti á landinu í dag verði yfirleitt á bilinu fjögur til tíu stig. Veðurstofan „Hægari vindur í kvöld og það kólnar með skúrum eða slydduéljum, en eftir miðnætti hvessir sunnantil á landinu. Ákveðin suðvestanátt og éljagangur á morgun, yfirleitt allhvass eða hvass vindur en það getur slegið í storm á meðan éljahryðjurnar ganga yfir. Það verður þó þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti í kringum frostmark. Á föstudag er svo útlit fyrir áframhaldandi stífa suðvestanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu með köflum víða um land,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur, hvassast í éljahryðjum. Yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Suðvestan og sunnan 13-20 og rigning eða snjókoma með köflum. Hiti 0 til 6 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn og kólnar vestanlands með éljum. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki. Á sunnudag: Suðlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en rigning sunnantil fram eftir degi. Hiti um eða yfir frostmarki. Á mánudag: Vestan- og norðvestanátt og allvíða líkur á éljum. Frost 0 til 6 stig. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og hlýnar með rigningu um landið vestanvert.
Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira